Tölvan segir nei við móður í fjárhagsklípu 13. október 2011 06:00 Lilja ásamt syni sínum Lilja segist ekki mega við því að missa þær 15 þúsund krónur sem mistök við rukkun vegna leikskólagjalda kostuðu hana. Leiðrétting um næstu mánaðamót komi of seint. ráðhúsið Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju.Fréttablaðið/GVA „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Lilja er með barn á leikskóla í borginni og borgar rúmar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Um síðustu mánaðamót var henni hins vegar sendur reikningur upp á rúmar 32 þúsund krónur sem var greiddur sjálfkrafa af bankanum hennar. Um mistök var að ræða en þegar Lilja bað Skóla- og frístundasvið borgarinnar um að bakfæra reikninginn fékk hún þau svör að það væri ekki hægt. „Ég fékk þau svör að þau gætu ekki lagað þetta fyrir mig heldur yrði þetta leyst þannig að næsti reikningur yrði upp á rúmar 2 þúsund krónur. Ég fengi sem sagt endurgreitt með lægri reikningi um næstu mánaðamót,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þessi lausn hins vegar gerir afskaplega lítið fyrir mig. Ég þarf þennan pening núna til að lifa út þennan mánuð, ég má ekki við neinu svona. Ég hef 30 þúsund krónur til ráðstöfunar við hver mánaðamót þegar ég er búin að borga mína reikninga og þarna er búið að taka af mér pening fyrir tvær vikur mánaðarins. Og þegar ég spyr hvað ég eigi eiginlega að gera, svelta síðari hluta mánaðarins? Þá fæ ég þau svör að það sé ekkert sem þau geti gert í því.“ Lilja segir að henni hafi liðið mjög illa í kjölfar þessara samskipta og haft miklar áhyggjur af því hvernig eigi nú að láta enda ná saman í mánuðinum. Hún segist eiga góða að en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið fjölskylda sín geti hjálpað sér. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar og fékk þau svör að um misskilning væri að ræða. „Það er ekkert mál að hún fái þetta bakfært óski hún eftir því,“ sagði Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi og bætti við: „Það kannast enginn við að hafa hafnað þessari beiðni hennar og því ætti hún bara að hafa samband og gefa upp bankaupplýsingar. Þá væri hægt að ganga frá þessu.“ Í kjölfarið hafði Lilja samband við borgina aftur en fékk sömu svör og í fyrra skiptið. „Ekkert endurgreitt en næsti reikningur lækkaður. Þetta voru bara sagðar reglur hjá þeim sem ekki væri hægt að fara fram hjá,“ segir Lilja. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
ráðhúsið Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju.Fréttablaðið/GVA „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Lilja er með barn á leikskóla í borginni og borgar rúmar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Um síðustu mánaðamót var henni hins vegar sendur reikningur upp á rúmar 32 þúsund krónur sem var greiddur sjálfkrafa af bankanum hennar. Um mistök var að ræða en þegar Lilja bað Skóla- og frístundasvið borgarinnar um að bakfæra reikninginn fékk hún þau svör að það væri ekki hægt. „Ég fékk þau svör að þau gætu ekki lagað þetta fyrir mig heldur yrði þetta leyst þannig að næsti reikningur yrði upp á rúmar 2 þúsund krónur. Ég fengi sem sagt endurgreitt með lægri reikningi um næstu mánaðamót,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þessi lausn hins vegar gerir afskaplega lítið fyrir mig. Ég þarf þennan pening núna til að lifa út þennan mánuð, ég má ekki við neinu svona. Ég hef 30 þúsund krónur til ráðstöfunar við hver mánaðamót þegar ég er búin að borga mína reikninga og þarna er búið að taka af mér pening fyrir tvær vikur mánaðarins. Og þegar ég spyr hvað ég eigi eiginlega að gera, svelta síðari hluta mánaðarins? Þá fæ ég þau svör að það sé ekkert sem þau geti gert í því.“ Lilja segir að henni hafi liðið mjög illa í kjölfar þessara samskipta og haft miklar áhyggjur af því hvernig eigi nú að láta enda ná saman í mánuðinum. Hún segist eiga góða að en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið fjölskylda sín geti hjálpað sér. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar og fékk þau svör að um misskilning væri að ræða. „Það er ekkert mál að hún fái þetta bakfært óski hún eftir því,“ sagði Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi og bætti við: „Það kannast enginn við að hafa hafnað þessari beiðni hennar og því ætti hún bara að hafa samband og gefa upp bankaupplýsingar. Þá væri hægt að ganga frá þessu.“ Í kjölfarið hafði Lilja samband við borgina aftur en fékk sömu svör og í fyrra skiptið. „Ekkert endurgreitt en næsti reikningur lækkaður. Þetta voru bara sagðar reglur hjá þeim sem ekki væri hægt að fara fram hjá,“ segir Lilja. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira