Tölvan segir nei við móður í fjárhagsklípu 13. október 2011 06:00 Lilja ásamt syni sínum Lilja segist ekki mega við því að missa þær 15 þúsund krónur sem mistök við rukkun vegna leikskólagjalda kostuðu hana. Leiðrétting um næstu mánaðamót komi of seint. ráðhúsið Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju.Fréttablaðið/GVA „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Lilja er með barn á leikskóla í borginni og borgar rúmar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Um síðustu mánaðamót var henni hins vegar sendur reikningur upp á rúmar 32 þúsund krónur sem var greiddur sjálfkrafa af bankanum hennar. Um mistök var að ræða en þegar Lilja bað Skóla- og frístundasvið borgarinnar um að bakfæra reikninginn fékk hún þau svör að það væri ekki hægt. „Ég fékk þau svör að þau gætu ekki lagað þetta fyrir mig heldur yrði þetta leyst þannig að næsti reikningur yrði upp á rúmar 2 þúsund krónur. Ég fengi sem sagt endurgreitt með lægri reikningi um næstu mánaðamót,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þessi lausn hins vegar gerir afskaplega lítið fyrir mig. Ég þarf þennan pening núna til að lifa út þennan mánuð, ég má ekki við neinu svona. Ég hef 30 þúsund krónur til ráðstöfunar við hver mánaðamót þegar ég er búin að borga mína reikninga og þarna er búið að taka af mér pening fyrir tvær vikur mánaðarins. Og þegar ég spyr hvað ég eigi eiginlega að gera, svelta síðari hluta mánaðarins? Þá fæ ég þau svör að það sé ekkert sem þau geti gert í því.“ Lilja segir að henni hafi liðið mjög illa í kjölfar þessara samskipta og haft miklar áhyggjur af því hvernig eigi nú að láta enda ná saman í mánuðinum. Hún segist eiga góða að en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið fjölskylda sín geti hjálpað sér. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar og fékk þau svör að um misskilning væri að ræða. „Það er ekkert mál að hún fái þetta bakfært óski hún eftir því,“ sagði Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi og bætti við: „Það kannast enginn við að hafa hafnað þessari beiðni hennar og því ætti hún bara að hafa samband og gefa upp bankaupplýsingar. Þá væri hægt að ganga frá þessu.“ Í kjölfarið hafði Lilja samband við borgina aftur en fékk sömu svör og í fyrra skiptið. „Ekkert endurgreitt en næsti reikningur lækkaður. Þetta voru bara sagðar reglur hjá þeim sem ekki væri hægt að fara fram hjá,“ segir Lilja. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
ráðhúsið Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju.Fréttablaðið/GVA „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Lilja er með barn á leikskóla í borginni og borgar rúmar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Um síðustu mánaðamót var henni hins vegar sendur reikningur upp á rúmar 32 þúsund krónur sem var greiddur sjálfkrafa af bankanum hennar. Um mistök var að ræða en þegar Lilja bað Skóla- og frístundasvið borgarinnar um að bakfæra reikninginn fékk hún þau svör að það væri ekki hægt. „Ég fékk þau svör að þau gætu ekki lagað þetta fyrir mig heldur yrði þetta leyst þannig að næsti reikningur yrði upp á rúmar 2 þúsund krónur. Ég fengi sem sagt endurgreitt með lægri reikningi um næstu mánaðamót,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þessi lausn hins vegar gerir afskaplega lítið fyrir mig. Ég þarf þennan pening núna til að lifa út þennan mánuð, ég má ekki við neinu svona. Ég hef 30 þúsund krónur til ráðstöfunar við hver mánaðamót þegar ég er búin að borga mína reikninga og þarna er búið að taka af mér pening fyrir tvær vikur mánaðarins. Og þegar ég spyr hvað ég eigi eiginlega að gera, svelta síðari hluta mánaðarins? Þá fæ ég þau svör að það sé ekkert sem þau geti gert í því.“ Lilja segir að henni hafi liðið mjög illa í kjölfar þessara samskipta og haft miklar áhyggjur af því hvernig eigi nú að láta enda ná saman í mánuðinum. Hún segist eiga góða að en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið fjölskylda sín geti hjálpað sér. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar og fékk þau svör að um misskilning væri að ræða. „Það er ekkert mál að hún fái þetta bakfært óski hún eftir því,“ sagði Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi og bætti við: „Það kannast enginn við að hafa hafnað þessari beiðni hennar og því ætti hún bara að hafa samband og gefa upp bankaupplýsingar. Þá væri hægt að ganga frá þessu.“ Í kjölfarið hafði Lilja samband við borgina aftur en fékk sömu svör og í fyrra skiptið. „Ekkert endurgreitt en næsti reikningur lækkaður. Þetta voru bara sagðar reglur hjá þeim sem ekki væri hægt að fara fram hjá,“ segir Lilja. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent