Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir 12. október 2011 00:00 Í réttarsalnum Júlía Tímosjenko talar við fréttamenn áður en Rodion Kirejev dómari hefur lokið lestri dómsorðsins. fréttablaðið/AP Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira