Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni 11. október 2011 04:15 Ekki lengur eftirlýstur Bandaríkir alríkislögreglumenn þegar fjölmiðlum var skýrt frá handtöku Bulgers í júní.nordicphotos/AFP Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James „Whitey“ Bulger. „Þeir geta ekki tryggt hundrað prósent að hún geti verið örugg áfram,“ var haft eftir Michael Sullivan, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í öðru dagblaði frá Boston, nefnilega Boston Herald: „Þetta var óþörf birting og óþörf áreitni,“ sagði Sullivan. Nokkuð var fjallað um málið í bandarískum fjölmiðlum í gær þar sem blaðamenn á Boston Globe voru gagnrýndir fyrir að birta nafn Önnu opinberlega. Bandaríska alríkislögreglan FBI greiddi Önnu jafnvirði 230 milljóna króna fyrir upplýsingarnar, sem leiddu til handtöku Bulgers og vinkonu hans í júní. Anna bjó um hríð í sama húsi og Bulger í Kaliforníu og bar kennsl á hann á mynd sem birt var á sjónvarpsstöðinni CNN. Sullivan segir þessa birtingu geta orðið til þess að fólk hiki við að veita lögreglunni upplýsingar um eftirlýsta glæpamenn, ef ekki sé hægt að treysta því að trúnaður haldi. Michael Kendall, fyrrverandi alríkissaksóknari, segir blaðið hugsanlega hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að birta nafn Önnu – „en það þýðir ekki að það eigi að gera það“. Bulger var glæpaforingi í Boston og er sakaður um nítján morð. Hann er nú kominn yfir áttrætt og hafði áratugum saman verið í felum í íbúð sinni í Kaliforníu ásamt vinkonu sinni, Catherine Craig, sem er sextug. Flestir fjölmiðlar vestra hafa þó tekið upp þráðinn frá Boston Globe og birt nafn Önnu, jafnvel þótt einhver hætta sé á því að félagar Bulgers leiti hana uppi. Hann var hins vegar orðinn einangraður og vinafár. Blaðamenn Boston Globe skýra frá samtölum við nágranna Bulgers, sem segja hann hafa haft hægt um sig og talað við fáa. Hann hafi hins vegar virst vera ósköp venjulegt gamalmenni og kom mörgum á óvart að hann hefði verið harðsvíraður glæpamaður. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin Fréttir James Whitey Bulger Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent