Tíu marka maður fjögur ár í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2011 08:00 Mynd/Daníel Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð. KR-ingurinn Þórólfur Beck varð fyrstur til að skora tíu mörk (eða meira) þrjú tímabil í röð, en hann skoraði 42 mörk í aðeins 27 leikjum á árunum 1959 til 1961. Sautján ár liðu þar til Ingi Björn Albertsson bættist í hópinn en Atli Viðar varð síðan áttundi meðlimurinn í klúbbnum í fyrra og settist síðan í forstjórastólinn á sunnudaginn var. „Það eru heldur betur miklir framherjar þarna. Það er heiður að vera nefndur í sömu andrá og þessir menn," sagði Atli Viðar þegar hann fékk að heyra listann. Atli Viðar er reyndar búinn að skora yfir tíu mörk fimm tímabil í röð því hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum með Fjölni í b-deildinni sumarið 2007 en hann var þar á láni frá FH. „Það hefur gengið vel síðustu ár og ég hef líka verið heppinn með meiðsli og slíkt. Ég hef náð að spila flestalla leiki þessi tímabil. Á fyrri hluta ferilsins þá sleit krossband tvisvar og ég var mjög óheppinn," segir Atli Viðar. Hann er búinn að skora nákvæmlega 50 mörk á þessum fjórum tímabilum og það vekur athygli að ekkert þeirra hefur komið úr víti. „Það er algengt að helstu markaskorararnir taki vítin líka en það hafa verið nóg af mönnum í FH sem hafa viljað taka vítin í gegnum tíðina og ég hef ekki verið mikið að blanda mér í þá baráttu," segir Atli Viðar en hann hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum í sumar. „Þetta er búið að vera ágætt tímabil. Mín markmið þegar farið er inn í mótið er alltaf að liðið nái árangri og helst hefði ég vilja vinna einhverja titla. Það var ekki og maður er því ekkert alltof hress með niðurstöðuna. Það er leikur á laugardaginn og okkur langar til að klára annað sætið með stæl," segir Atli Viðar en hann er búinn að afskrifa það að ná í gullskóinn enda fjórum mörkum á eftir Garðari Jóhannssyni fyrir síðustu umferðina. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Garðar vinnur gullskóinn og ég held að hann sé mjög vel að honum kominn. Hvort sem ég fæ skó eða ekki þá er það ekki eitthvað sem skiptir miklu máli. Aðalmálið er að við vinnum leikinn og klárum annað sætið úr því sem komið er," segir Atli Viðar sem hefur rétt misst af gullskónum undanfarin tvö tímabil en hann fékk silfurskóinn sumarið 2009 og bronsskóinn í fyrra. „Ég á engan gullskó, það er rétt og vonandi kemur hann í hús áður en ferillinn endar," segir Atli Viðar. Hann hefur skorað 73 mörk fyrir FH í efstu deild og vantar nú aðeins ellefu mörk til að jafna markamet Harðar Magnússonar sem skoraði á sínum tíma 84 mörk fyrir FH í efstu deild. „Hörður Magnússon er algjör hetja í FH og í Hafnarfirði. Hann er einn besti senter sem hefur spilað í íslenska boltanum og ef ég næ einhvern tímann að nálgast hann í þessu þá verð ég verulega stoltur af því," segir Atli Viðar. Hann vonast til þess að eiga nokkur góð ár eftir í boltanum. „Þegar maður hefur lent í svona meiðslum þá áttar maður sig á því að fótboltinn gæti verið búinn á morgun. Það er því bara að njóta lífsins á meðan þetta varir og lifa fyrir daginn í fótboltanum," sagði Atli Viðar.Atli Viðar sumarið 2008 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 18 Mörk: 11 Sæti: Fjórði markahæsturSkipting markanna: Heima/Úti: 8/3 Fyrri/Seinni hálfleik: 7/4 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-7-0-0Atli Viðar sumarið 2009 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 21 Mörk: 14 Sæti: SilfurskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 7/7 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 2-11-1-0Atli Viðar sumarið 2010 Árangur: 2. sæti með FH Leikir: 22 Mörk: 14 Sæti: BronsskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 8/6 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-9-1-0Atli Viðar sumarið 2011 Árangur: Mótinu er ekki lokið Leikir: 19 Mörk: 11 Sæti: Er í 3. sætiSkipting markanna: Heima/Úti: 10/1 Fyrri/Seinni hálfleik: 4/7 Vinstri-hægri-skalli-víti: 1-8-2-0Flest ár í röð með 10 mörk 4 Atli Viðar Björnsson 2008-2011 (FH 11 - FH 14 - FH 14 - FH 11) 3 Þórólfur Beck 1959-1961 (KR 11 - KR 15 - KR 16) 3 Ingi Björn Albertsson 1976-1978 (Valur 16 - Valur 15 - Valur 15) 3 Sigurlás Þorleifsson 1977-1979 (ÍBV 12 - ÍBV 10 - Víkingur 10) 3 Guðmundur Steinsson 1984-1986 (Fram 10 - Fram 10 - Fram 10) 3 Hörður Magnússon 1989-1991 (FH 12 - FH 13 - FH 13) 3 Mihajlo Bibercic 1993-1995 (ÍA 13 - ÍA 14 - KR 13) 3 Gunnar Heiðar Þorvaldson. 2002-04 (ÍBV 11 - ÍBV 10 - ÍBV 12) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð. KR-ingurinn Þórólfur Beck varð fyrstur til að skora tíu mörk (eða meira) þrjú tímabil í röð, en hann skoraði 42 mörk í aðeins 27 leikjum á árunum 1959 til 1961. Sautján ár liðu þar til Ingi Björn Albertsson bættist í hópinn en Atli Viðar varð síðan áttundi meðlimurinn í klúbbnum í fyrra og settist síðan í forstjórastólinn á sunnudaginn var. „Það eru heldur betur miklir framherjar þarna. Það er heiður að vera nefndur í sömu andrá og þessir menn," sagði Atli Viðar þegar hann fékk að heyra listann. Atli Viðar er reyndar búinn að skora yfir tíu mörk fimm tímabil í röð því hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum með Fjölni í b-deildinni sumarið 2007 en hann var þar á láni frá FH. „Það hefur gengið vel síðustu ár og ég hef líka verið heppinn með meiðsli og slíkt. Ég hef náð að spila flestalla leiki þessi tímabil. Á fyrri hluta ferilsins þá sleit krossband tvisvar og ég var mjög óheppinn," segir Atli Viðar. Hann er búinn að skora nákvæmlega 50 mörk á þessum fjórum tímabilum og það vekur athygli að ekkert þeirra hefur komið úr víti. „Það er algengt að helstu markaskorararnir taki vítin líka en það hafa verið nóg af mönnum í FH sem hafa viljað taka vítin í gegnum tíðina og ég hef ekki verið mikið að blanda mér í þá baráttu," segir Atli Viðar en hann hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum í sumar. „Þetta er búið að vera ágætt tímabil. Mín markmið þegar farið er inn í mótið er alltaf að liðið nái árangri og helst hefði ég vilja vinna einhverja titla. Það var ekki og maður er því ekkert alltof hress með niðurstöðuna. Það er leikur á laugardaginn og okkur langar til að klára annað sætið með stæl," segir Atli Viðar en hann er búinn að afskrifa það að ná í gullskóinn enda fjórum mörkum á eftir Garðari Jóhannssyni fyrir síðustu umferðina. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að Garðar vinnur gullskóinn og ég held að hann sé mjög vel að honum kominn. Hvort sem ég fæ skó eða ekki þá er það ekki eitthvað sem skiptir miklu máli. Aðalmálið er að við vinnum leikinn og klárum annað sætið úr því sem komið er," segir Atli Viðar sem hefur rétt misst af gullskónum undanfarin tvö tímabil en hann fékk silfurskóinn sumarið 2009 og bronsskóinn í fyrra. „Ég á engan gullskó, það er rétt og vonandi kemur hann í hús áður en ferillinn endar," segir Atli Viðar. Hann hefur skorað 73 mörk fyrir FH í efstu deild og vantar nú aðeins ellefu mörk til að jafna markamet Harðar Magnússonar sem skoraði á sínum tíma 84 mörk fyrir FH í efstu deild. „Hörður Magnússon er algjör hetja í FH og í Hafnarfirði. Hann er einn besti senter sem hefur spilað í íslenska boltanum og ef ég næ einhvern tímann að nálgast hann í þessu þá verð ég verulega stoltur af því," segir Atli Viðar. Hann vonast til þess að eiga nokkur góð ár eftir í boltanum. „Þegar maður hefur lent í svona meiðslum þá áttar maður sig á því að fótboltinn gæti verið búinn á morgun. Það er því bara að njóta lífsins á meðan þetta varir og lifa fyrir daginn í fótboltanum," sagði Atli Viðar.Atli Viðar sumarið 2008 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 18 Mörk: 11 Sæti: Fjórði markahæsturSkipting markanna: Heima/Úti: 8/3 Fyrri/Seinni hálfleik: 7/4 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-7-0-0Atli Viðar sumarið 2009 Árangur: Íslandsmeistari með FH Leikir: 21 Mörk: 14 Sæti: SilfurskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 7/7 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 2-11-1-0Atli Viðar sumarið 2010 Árangur: 2. sæti með FH Leikir: 22 Mörk: 14 Sæti: BronsskórinnSkipting markanna: Heima/Úti: 8/6 Fyrri/Seinni hálfleik: 8/6 Vinstri-hægri-skalli-víti: 4-9-1-0Atli Viðar sumarið 2011 Árangur: Mótinu er ekki lokið Leikir: 19 Mörk: 11 Sæti: Er í 3. sætiSkipting markanna: Heima/Úti: 10/1 Fyrri/Seinni hálfleik: 4/7 Vinstri-hægri-skalli-víti: 1-8-2-0Flest ár í röð með 10 mörk 4 Atli Viðar Björnsson 2008-2011 (FH 11 - FH 14 - FH 14 - FH 11) 3 Þórólfur Beck 1959-1961 (KR 11 - KR 15 - KR 16) 3 Ingi Björn Albertsson 1976-1978 (Valur 16 - Valur 15 - Valur 15) 3 Sigurlás Þorleifsson 1977-1979 (ÍBV 12 - ÍBV 10 - Víkingur 10) 3 Guðmundur Steinsson 1984-1986 (Fram 10 - Fram 10 - Fram 10) 3 Hörður Magnússon 1989-1991 (FH 12 - FH 13 - FH 13) 3 Mihajlo Bibercic 1993-1995 (ÍA 13 - ÍA 14 - KR 13) 3 Gunnar Heiðar Þorvaldson. 2002-04 (ÍBV 11 - ÍBV 10 - ÍBV 12)
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira