Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn 17. september 2011 00:00 Hrósar sigri Helle Thorning-Schmidt verður næsti forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningasigur vinstriflokkanna. Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.NordicPhotos/AFP AFP/Nordicphotos „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent