Fá, skýr markmið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. september 2011 06:00 Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og fyrrverandi samningamaður í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið, lýsti í Fréttablaðinu í gær þeirri nálgun sem finnsk stjórnvöld beittu í viðræðunum; að leggja mesta áherzlu á fá og skýr lykilatriði. Þessi aðferðafræði nýttist Finnum vel er samið var um ESB-aðild og hefur raunar gert það áfram; sem aðildarríki ESB hefur Finnland lagt áherzlu á fá en skýrt skilgreind hagsmunamál sín til að nýta vel krafta lítillar stjórnsýslu. Kuosmanen segir að frá sjónarhóli ESB snúist viðræðurnar um að umsóknarríkið lagi sig að reglum sambandsins. Það þýði hins vegar ekki að ekkert svigrúm sé fyrir nýtt ríki að ná fram samningsmarkmiðum sínum. „Til að ná sem bestum árangri þarf Ísland að leggja fram mjög sterk rök fyrir sinni afstöðu í nokkrum lykilmálum sem er alveg skýrt að eru mikilvægust,“ segir hann. Þetta er áreiðanlega rétt nálgun. Það eykur líkurnar á að komið sé til móts við íslenzka hagsmuni að einblína á þá mikilvægustu. Stjórnmálamenn, jafnvel þeir sem vilja gjarnan ná aðildarsamningi við ESB, hafa hins vegar stuðlað að óraunhæfum væntingum um hvað kynni að koma út úr aðildarviðræðum með því að halda á lofti hugmyndum um alls konar óraunhæfar kröfur, sem litlar líkur eru á að hægt sé að rökstyðja fyrir Evrópusambandinu – eða í sumum tilfellum fyrir almenningi á Íslandi. Mikilvægustu hagsmunir Íslands í samningunum við ESB eru á sviði sjávarútvegs. Þar hafa sumir óraunsæjar hugmyndir, til dæmis um að banni við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi verði viðhaldið. Það bann er til óþurftar hvort sem er og erfitt að rökstyðja það, í ljósi víðtækra fjárfestinga Íslendinga í sjávarútvegi ESB-ríkja. Mestu skiptir að Íslendingar haldi sem víðtækastri stjórn á fiskveiðum við landið þannig að hægt sé að tryggja áfram þann árangur sem náðst hefur í að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Evrópusambandið hefur viðurkennt mikilvægi og sérstöðu Íslands í sjávarútvegi. Í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá því í fyrra kemur þannig skýrt fram að semja þurfi við Ísland um brottkastsreglur. Þar er sömuleiðis viðurkennt að aðild Íslands að ESB muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu sambandsins og fyrirliggjandi hugmyndir um endurskoðun hennar færi hana nær íslenzka fiskveiðistjórnarkerfinu. Á þessum nótum ætti að vera hægt að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið um sjávarútveg; að búa til lausnir fyrir Ísland innan sjávarútvegsstefnunnar fremur en að sækjast eftir varanlegum undanþágum. Evrópusambandið viðurkennir sömuleiðis sérstöðu íslenzks landbúnaðar í nýlegri rýniskýrslu sinni. En kröfur um að tollvernd verði til dæmis haldið óbreyttri munu hvorki Evrópusambandið né íslenzkir neytendur skilja. Sú krafa, sem líklega er hægt að ná samningum um, er að Ísland fái að styrkja kúa- og sauðfjárbúskap umfram það sem almennt gerist í ESB, enda séu þessar greinar undirstaða hefðbundins landbúnaðar á Íslandi. Sambærilegum kröfum náðu Finnar fram – með því að einblína á mikilvægustu hagsmunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og fyrrverandi samningamaður í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið, lýsti í Fréttablaðinu í gær þeirri nálgun sem finnsk stjórnvöld beittu í viðræðunum; að leggja mesta áherzlu á fá og skýr lykilatriði. Þessi aðferðafræði nýttist Finnum vel er samið var um ESB-aðild og hefur raunar gert það áfram; sem aðildarríki ESB hefur Finnland lagt áherzlu á fá en skýrt skilgreind hagsmunamál sín til að nýta vel krafta lítillar stjórnsýslu. Kuosmanen segir að frá sjónarhóli ESB snúist viðræðurnar um að umsóknarríkið lagi sig að reglum sambandsins. Það þýði hins vegar ekki að ekkert svigrúm sé fyrir nýtt ríki að ná fram samningsmarkmiðum sínum. „Til að ná sem bestum árangri þarf Ísland að leggja fram mjög sterk rök fyrir sinni afstöðu í nokkrum lykilmálum sem er alveg skýrt að eru mikilvægust,“ segir hann. Þetta er áreiðanlega rétt nálgun. Það eykur líkurnar á að komið sé til móts við íslenzka hagsmuni að einblína á þá mikilvægustu. Stjórnmálamenn, jafnvel þeir sem vilja gjarnan ná aðildarsamningi við ESB, hafa hins vegar stuðlað að óraunhæfum væntingum um hvað kynni að koma út úr aðildarviðræðum með því að halda á lofti hugmyndum um alls konar óraunhæfar kröfur, sem litlar líkur eru á að hægt sé að rökstyðja fyrir Evrópusambandinu – eða í sumum tilfellum fyrir almenningi á Íslandi. Mikilvægustu hagsmunir Íslands í samningunum við ESB eru á sviði sjávarútvegs. Þar hafa sumir óraunsæjar hugmyndir, til dæmis um að banni við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi verði viðhaldið. Það bann er til óþurftar hvort sem er og erfitt að rökstyðja það, í ljósi víðtækra fjárfestinga Íslendinga í sjávarútvegi ESB-ríkja. Mestu skiptir að Íslendingar haldi sem víðtækastri stjórn á fiskveiðum við landið þannig að hægt sé að tryggja áfram þann árangur sem náðst hefur í að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Evrópusambandið hefur viðurkennt mikilvægi og sérstöðu Íslands í sjávarútvegi. Í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá því í fyrra kemur þannig skýrt fram að semja þurfi við Ísland um brottkastsreglur. Þar er sömuleiðis viðurkennt að aðild Íslands að ESB muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu sambandsins og fyrirliggjandi hugmyndir um endurskoðun hennar færi hana nær íslenzka fiskveiðistjórnarkerfinu. Á þessum nótum ætti að vera hægt að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið um sjávarútveg; að búa til lausnir fyrir Ísland innan sjávarútvegsstefnunnar fremur en að sækjast eftir varanlegum undanþágum. Evrópusambandið viðurkennir sömuleiðis sérstöðu íslenzks landbúnaðar í nýlegri rýniskýrslu sinni. En kröfur um að tollvernd verði til dæmis haldið óbreyttri munu hvorki Evrópusambandið né íslenzkir neytendur skilja. Sú krafa, sem líklega er hægt að ná samningum um, er að Ísland fái að styrkja kúa- og sauðfjárbúskap umfram það sem almennt gerist í ESB, enda séu þessar greinar undirstaða hefðbundins landbúnaðar á Íslandi. Sambærilegum kröfum náðu Finnar fram – með því að einblína á mikilvægustu hagsmunina.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun