Matur að hætti fræga fólksins Kjartan Guðmundsson skrifar 10. september 2011 11:00 Matreiðslubók Coolio. Í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi reiddi eitís-popparinn Paul Young fram uppskrift að einfaldri en ljúffengri pastasósu, enda er hann einlægur áhugamaður um matargerð og leitar þessa dagana að útgefanda fyrir kokkabók sína „Paul Young on His Travels“, auk þess að leggja drög að opnun veitingastaðar í London. En Paul Young er ekki eina stjarnan úr skemmtanaiðnaðinum sem þráir að færa ástríðu sína fyrir matargerð úr eldhúsinu heima hjá sér og fyrir augu og bragðlauka almennings. Margt frægðarfólk hefur ákveðið að reyna sig við slíkt með misjöfnum árangri.Matreiðslubækur fræga fólksinsHin svarta Rachel Ray Rapparinn Coolio, sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratuginn með smellum á borð við Gangsta‘s Paradise og C U When U Get There, vakti athygli þegar hann gaf út bók sína Cookin‘ with Coolio – 5 Star Meals At A 1 Star Price (Eldað með Coolio – 5 stjörnu máltíðir á 1 stjörnu verði) síðla árs 2009. Í bókinni leiðir rapparinn, sem staðhæfir að hann sé „Martha Stewart minnihlutahópahverfanna og svarta útgáfan af Rachel Ray“, lesendur í allan sannleika um leyndardóma „Ghetto gourmet“-matargerðar sinnar og lýsir réttunum á sinn einstaka og óheflaða hátt.„Allt sem ég elda bragðast betur en geirvörturnar á mömmu þinni,“„Steikti kjúklingurinn sem mamma vinar míns eldaði var vanur að klæða sig í strigaskó og hlaupa með djöfulgangi upp í munninn á mér“ og„Leyfðu eggjunum að baða sig í heitu vatni í fimmtán mínútur eins og sænsk, kynæsandi skutla í náttúrulegu gufubaði“ eru einungis örfá dæmi um orðræðu Coolio í bókinni, svo ekki sé minnst á heilræði rapparans varðandi vorrúllugerð:„Rúllið þeim þétt upp. Eins og góðri jónu.“ Ólíklegt verður að teljast að margt áhugafólk um heilbrigðan lífsstíl taki uppskriftum Coolio fagnandi, þar sem smjörið og olían lekur af hverju strái. Þó tileinkar hann kafla fjögur, „Salad Eatin‘ Bitches“, grænmetisréttum og býður meðal annars upp á uppskrift að Caprese-salati sem finna má hér á síðunni.Matreiðslubækur fræga fólksinsDreptu það og grillaðu Af öðru tónlistarfólki sem gefið hefur út matreiðslubækur má nefna söngkonuna vinsælu Sheryl Crow, sem slegið hefur í gegn með lögum eins og All I Wanna Do, Everyday Is a Winding Road og If It Makes You Happy. Síðastnefnda lagið varð Crow líka innblástur að titli matreiðslubókar hennar If It Makes You Healthy, sem hún gaf út fyrr á þessu ári. Söngkonan fékk brjóstakrabbamein fyrir nokkrum árum og ákvað í kjölfarið að breyta lífsstíl sínum og borða hollari mat, sem varð kveikjan að bókinni.Þá má ekki gleyma bandaríska rokkaranum Ted Nugent, sem hefur lengi verið ötull talsmaður réttar almennings til að eiga skotvopn og háð marga hildi við hin ýmsu dýraverndarfélög. „Það er fátt fyndnara en fólk sem telur að dýr eigi að hafa einhver réttindi,“ sagði Nugent eitt sinn í viðtali og til að leggja áherslu á mál sitt gaf hann út bókina Kill It & Grill It ásamt Shemane eiginkonu sinni. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin upplýsingar um vænlegustu aðferðirnar, að mati hjónakornanna, til að drepa og elda villibráð. Einnig hafa kántrígoðsagnirnar Kenny Rogers og Tammy Wynette gefið út matreiðslubækur (sem heita þeim hugmyndaríku nöfnum Cooking with Kenny Rogers og The Tammy Wynette Southern Cookbook), auk Franks Sinatra, Lindu McCartney og Liberace heitinna, söngkvennanna Patti LaBelle, Gloriu Estefan og fleiri tónlistarmanna. Matreiðslubækur fræga fólksinsÞá kom árið 1996 út matreiðslubókin In the Kitchen with Miss Piggy, þar sem sjálf Svínka úr Prúðuleikurunum safnar saman uppskriftum frá ýmsu frægu fólki á borð við Harry Belafonte, Clint Eastwood, Jodie Foster, Brooke Shields, Samuel L. Jackson og John Travolta. Svínakjöt er meðal þeirra hráefna sem notast er við í bókinni, sem minnir óþægilega á það þegar fígúran Þorri þorskur var látin auglýsa þorskalýsi hér um árið.Lætur þér líða vel Þegar gamanleikarinn þéttvaxni Dom DeLuise gaf út matreiðslubók sína Eat This... It’ll Make You Feel Better árið 1988 naut hún svo mikilla vinsælda að tvær framhaldsbækur, Eat This Again og Eat This Too fylgdu í kjölfarið. Titill bókarinnar er eftirtektarverður í ljósi þess að tveimur áratugum síðar lést leikarinn á sjúkrahúsi, þar sem hann lá sökum lifrarbilunar og of hás blóðþrýstings.Af öðrum lunknum leikurum í eldhúsinu má nefna Tony Danza, stjörnu Who‘s the Boss-þáttanna sígildu, sem hefur sérhæft sig í að leika ítalskar/bandarískar steríótýpur og vék ekki frá þeirri reglu með útgáfu bókarinnar Don’t Fill Up on the Antipasto sem er pakkfull af ítölskum uppskriftum. Hrollvekjumeistarinn Vincent Price sendi frá sér kokkabók og einnig Hollywood-leikkonurnar Eva Longoria, Alicia Silverstone og Gwyneth Paltrow, þótt óvíst sé hversu hátt hlutfall lesenda geti fylgt þeim ráðum þeirrar síðastnefndu að best sé að baka pitsur í eldofni eins og þeim sem leikkonan á og geymir í garðinum sínum. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi reiddi eitís-popparinn Paul Young fram uppskrift að einfaldri en ljúffengri pastasósu, enda er hann einlægur áhugamaður um matargerð og leitar þessa dagana að útgefanda fyrir kokkabók sína „Paul Young on His Travels“, auk þess að leggja drög að opnun veitingastaðar í London. En Paul Young er ekki eina stjarnan úr skemmtanaiðnaðinum sem þráir að færa ástríðu sína fyrir matargerð úr eldhúsinu heima hjá sér og fyrir augu og bragðlauka almennings. Margt frægðarfólk hefur ákveðið að reyna sig við slíkt með misjöfnum árangri.Matreiðslubækur fræga fólksinsHin svarta Rachel Ray Rapparinn Coolio, sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratuginn með smellum á borð við Gangsta‘s Paradise og C U When U Get There, vakti athygli þegar hann gaf út bók sína Cookin‘ with Coolio – 5 Star Meals At A 1 Star Price (Eldað með Coolio – 5 stjörnu máltíðir á 1 stjörnu verði) síðla árs 2009. Í bókinni leiðir rapparinn, sem staðhæfir að hann sé „Martha Stewart minnihlutahópahverfanna og svarta útgáfan af Rachel Ray“, lesendur í allan sannleika um leyndardóma „Ghetto gourmet“-matargerðar sinnar og lýsir réttunum á sinn einstaka og óheflaða hátt.„Allt sem ég elda bragðast betur en geirvörturnar á mömmu þinni,“„Steikti kjúklingurinn sem mamma vinar míns eldaði var vanur að klæða sig í strigaskó og hlaupa með djöfulgangi upp í munninn á mér“ og„Leyfðu eggjunum að baða sig í heitu vatni í fimmtán mínútur eins og sænsk, kynæsandi skutla í náttúrulegu gufubaði“ eru einungis örfá dæmi um orðræðu Coolio í bókinni, svo ekki sé minnst á heilræði rapparans varðandi vorrúllugerð:„Rúllið þeim þétt upp. Eins og góðri jónu.“ Ólíklegt verður að teljast að margt áhugafólk um heilbrigðan lífsstíl taki uppskriftum Coolio fagnandi, þar sem smjörið og olían lekur af hverju strái. Þó tileinkar hann kafla fjögur, „Salad Eatin‘ Bitches“, grænmetisréttum og býður meðal annars upp á uppskrift að Caprese-salati sem finna má hér á síðunni.Matreiðslubækur fræga fólksinsDreptu það og grillaðu Af öðru tónlistarfólki sem gefið hefur út matreiðslubækur má nefna söngkonuna vinsælu Sheryl Crow, sem slegið hefur í gegn með lögum eins og All I Wanna Do, Everyday Is a Winding Road og If It Makes You Happy. Síðastnefnda lagið varð Crow líka innblástur að titli matreiðslubókar hennar If It Makes You Healthy, sem hún gaf út fyrr á þessu ári. Söngkonan fékk brjóstakrabbamein fyrir nokkrum árum og ákvað í kjölfarið að breyta lífsstíl sínum og borða hollari mat, sem varð kveikjan að bókinni.Þá má ekki gleyma bandaríska rokkaranum Ted Nugent, sem hefur lengi verið ötull talsmaður réttar almennings til að eiga skotvopn og háð marga hildi við hin ýmsu dýraverndarfélög. „Það er fátt fyndnara en fólk sem telur að dýr eigi að hafa einhver réttindi,“ sagði Nugent eitt sinn í viðtali og til að leggja áherslu á mál sitt gaf hann út bókina Kill It & Grill It ásamt Shemane eiginkonu sinni. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin upplýsingar um vænlegustu aðferðirnar, að mati hjónakornanna, til að drepa og elda villibráð. Einnig hafa kántrígoðsagnirnar Kenny Rogers og Tammy Wynette gefið út matreiðslubækur (sem heita þeim hugmyndaríku nöfnum Cooking with Kenny Rogers og The Tammy Wynette Southern Cookbook), auk Franks Sinatra, Lindu McCartney og Liberace heitinna, söngkvennanna Patti LaBelle, Gloriu Estefan og fleiri tónlistarmanna. Matreiðslubækur fræga fólksinsÞá kom árið 1996 út matreiðslubókin In the Kitchen with Miss Piggy, þar sem sjálf Svínka úr Prúðuleikurunum safnar saman uppskriftum frá ýmsu frægu fólki á borð við Harry Belafonte, Clint Eastwood, Jodie Foster, Brooke Shields, Samuel L. Jackson og John Travolta. Svínakjöt er meðal þeirra hráefna sem notast er við í bókinni, sem minnir óþægilega á það þegar fígúran Þorri þorskur var látin auglýsa þorskalýsi hér um árið.Lætur þér líða vel Þegar gamanleikarinn þéttvaxni Dom DeLuise gaf út matreiðslubók sína Eat This... It’ll Make You Feel Better árið 1988 naut hún svo mikilla vinsælda að tvær framhaldsbækur, Eat This Again og Eat This Too fylgdu í kjölfarið. Titill bókarinnar er eftirtektarverður í ljósi þess að tveimur áratugum síðar lést leikarinn á sjúkrahúsi, þar sem hann lá sökum lifrarbilunar og of hás blóðþrýstings.Af öðrum lunknum leikurum í eldhúsinu má nefna Tony Danza, stjörnu Who‘s the Boss-þáttanna sígildu, sem hefur sérhæft sig í að leika ítalskar/bandarískar steríótýpur og vék ekki frá þeirri reglu með útgáfu bókarinnar Don’t Fill Up on the Antipasto sem er pakkfull af ítölskum uppskriftum. Hrollvekjumeistarinn Vincent Price sendi frá sér kokkabók og einnig Hollywood-leikkonurnar Eva Longoria, Alicia Silverstone og Gwyneth Paltrow, þótt óvíst sé hversu hátt hlutfall lesenda geti fylgt þeim ráðum þeirrar síðastnefndu að best sé að baka pitsur í eldofni eins og þeim sem leikkonan á og geymir í garðinum sínum.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira