Upp og niður að vinna mikið með sjálfum sér 7. september 2011 16:30 Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira