Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata 1. september 2011 03:30 Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi.Fréttablaðið/Pjetur Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira