Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata 1. september 2011 03:30 Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi.Fréttablaðið/Pjetur Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira