Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata 1. september 2011 03:30 Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi.Fréttablaðið/Pjetur Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira