Erlent

Banna reykingar heima á vinnutíma

Nú er til umræðu að banna starfsfólki sveitarfélagsins Landskrona, sem vinnur heima, að reykja heima hjá sér.
Nú er til umræðu að banna starfsfólki sveitarfélagsins Landskrona, sem vinnur heima, að reykja heima hjá sér.
Högni Hansson
Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið.

„Ég veit ekki með hvaða rétti atvinnurekandi getur bannað fólki að reykja heima eða á leið til og frá vinnu og annað slíkt. Þar að auki segja þeir þetta gert til að koma í veg fyrir óbeinar reykingar. Ég hef ekki trú á því að margir verði fyrir þeim þegar reykt er heima,“ segir Högni sem er reyndar þekktur í Svíþjóð fyrir baráttu fyrir umhverfisvernd á mörgum sviðum.

Högni tekur það fram að hann þekki vel til baráttunnar gegn reykingum. „Ég skrifaði fyrir þingmann fyrstu þingsályktunartillöguna um bann við reykingum á opinberum stöðum. Þetta var árið 1986. Hún var ekki samþykkt en árið 1993 voru sett slík lög.“

Að sögn Högna hafa í nokkrum sveitarfélögum verið settar reglur um bann við reykingum á vinnutíma opinberra starfsmanna sem starfa heima. „Mér vitanlega er þessu banni ekki fylgt eftir. Það er enginn sem veit hvort fólk reykir á vinnutíma eða ekki. Þá er þetta eins og hver önnur hræsni.“-ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×