Sjálfsfróun er eðlileg líkamsrækt Sigga Dögg skrifar 26. ágúst 2011 11:00 Ég er í óðaönn að undirbúa fyrirlestur um sjálfsfróun og forleik. Áheyrendur mínir verða læknanemar sem sinna kynfræðslu fyrir framhalds-og grunnskólanemendur landsins. Þessi tvö efni eiga einkar vel saman því sjálfsfróun er besta og öruggasta leiðin til að kynnast sér sem kynveru og er því mikilvægur undirbúningur fyrir forleik með kynlífsfélaga. Þrátt fyrir þetta er sjaldan talað sjálfsfróun sem markvissa æfingu sem einstaklingar þurfi að stunda. Þegar ég var í námi horfði ég á bandarískt myndband um sjálfsfróun frá áttunda áratugnum. Hvort sitt myndbandið var fyrir stráka og stelpur. Í þeim var lögð áhersla á að skapa rólega og þægilega stemmingu og voru einstaklingarnir hvattir til að skoða líkama sinn og kynnast honum, bæði með snertingu og með spegli. Því næst fylgdu nærgætnar en þó nokkuð ítarlegar leiðbeiningar á örvunarstöðunum. Sögumaðurinn lagði áherslu á að einstaklingsmunur væri á hvað hverjum og einum þætti gott. Þá vakti það sérstaka athygli mína að strákum var kennt að einblína ekki eingöngu á lim heldur einnig pung og rass. Þetta var með því merkilegra sem ég hafði séð! Ekki fyrir þær sakir að þetta væri afbrigðilegt heldur að einhver hefði viðurkennt að kynfæri karlmanna væru annað og meira en beinstíft typpi sem bæri að níðast á til sáðláts. Að sama skapi var lögð áhersla á að það gæti tekið tíma fyrir píkuna að blotna og að nudda mætti sníp, barma, spöng, rass og leggöng og ekki eingöngu stinga einhverju inn í leggöng. Þessi fróðleikur ætti að vera skyldufræðsla fyrir hvert einasta mannsbarn. Ef allir litu á kynlíf sem eðlilega líkamsrækt trúi ég því að fólk hefði heilbrigðari væntingar og upplifanir af kynlífi. Þetta á sérstaklega við um það þegar við verður virk kynferðislega. Hvor aðilinn um sig kæmi þá inn í sambandið fullur af sjálfsöryggi. Það er óeðlilegt að ætlast til þess að einhver annar eigi að geta fullnægt manni þegar maður kann það ekki sjálfur. Það er þó enn tími til að bæta úr málunum. Gefðu þér tíma til að stunda sjálfsfróun og þannig vekja hjá þér kynferðislega löngun. Þetta er eitt sem oft gleymist í langtímasamböndum. Hinn aðilinn er gerður ábyrgur fyrir kynferðislegri fullnægingu og báðir verða pirraðir ef hún ekki hlýst. Þetta gæti því verið lausn á vandamáli margra para sem kvarta undan kryddleysi í kynlífinu. Fær makinn tíma og svigrúm til að sinna sér persónulega sem kynveru? Þetta er æfing sem virkar og ætti að skila sér í betra kynlífi fyrir þig sem einstakling og ykkur sem par. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Ég er í óðaönn að undirbúa fyrirlestur um sjálfsfróun og forleik. Áheyrendur mínir verða læknanemar sem sinna kynfræðslu fyrir framhalds-og grunnskólanemendur landsins. Þessi tvö efni eiga einkar vel saman því sjálfsfróun er besta og öruggasta leiðin til að kynnast sér sem kynveru og er því mikilvægur undirbúningur fyrir forleik með kynlífsfélaga. Þrátt fyrir þetta er sjaldan talað sjálfsfróun sem markvissa æfingu sem einstaklingar þurfi að stunda. Þegar ég var í námi horfði ég á bandarískt myndband um sjálfsfróun frá áttunda áratugnum. Hvort sitt myndbandið var fyrir stráka og stelpur. Í þeim var lögð áhersla á að skapa rólega og þægilega stemmingu og voru einstaklingarnir hvattir til að skoða líkama sinn og kynnast honum, bæði með snertingu og með spegli. Því næst fylgdu nærgætnar en þó nokkuð ítarlegar leiðbeiningar á örvunarstöðunum. Sögumaðurinn lagði áherslu á að einstaklingsmunur væri á hvað hverjum og einum þætti gott. Þá vakti það sérstaka athygli mína að strákum var kennt að einblína ekki eingöngu á lim heldur einnig pung og rass. Þetta var með því merkilegra sem ég hafði séð! Ekki fyrir þær sakir að þetta væri afbrigðilegt heldur að einhver hefði viðurkennt að kynfæri karlmanna væru annað og meira en beinstíft typpi sem bæri að níðast á til sáðláts. Að sama skapi var lögð áhersla á að það gæti tekið tíma fyrir píkuna að blotna og að nudda mætti sníp, barma, spöng, rass og leggöng og ekki eingöngu stinga einhverju inn í leggöng. Þessi fróðleikur ætti að vera skyldufræðsla fyrir hvert einasta mannsbarn. Ef allir litu á kynlíf sem eðlilega líkamsrækt trúi ég því að fólk hefði heilbrigðari væntingar og upplifanir af kynlífi. Þetta á sérstaklega við um það þegar við verður virk kynferðislega. Hvor aðilinn um sig kæmi þá inn í sambandið fullur af sjálfsöryggi. Það er óeðlilegt að ætlast til þess að einhver annar eigi að geta fullnægt manni þegar maður kann það ekki sjálfur. Það er þó enn tími til að bæta úr málunum. Gefðu þér tíma til að stunda sjálfsfróun og þannig vekja hjá þér kynferðislega löngun. Þetta er eitt sem oft gleymist í langtímasamböndum. Hinn aðilinn er gerður ábyrgur fyrir kynferðislegri fullnægingu og báðir verða pirraðir ef hún ekki hlýst. Þetta gæti því verið lausn á vandamáli margra para sem kvarta undan kryddleysi í kynlífinu. Fær makinn tíma og svigrúm til að sinna sér persónulega sem kynveru? Þetta er æfing sem virkar og ætti að skila sér í betra kynlífi fyrir þig sem einstakling og ykkur sem par.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun