Þurrkuðu eplin mikið sælgæti 23. ágúst 2011 14:30 Þorsteinn Sigmundsson gerir eplasafa úr framleiðslu sinni. Fréttablaðið/Vilhelm "Ég geri þennan eplasafa stundum úr eplum sem eru annars flokks hjá okkur. Síðan set ég smá hunang út í. Ég geri í raun og veru ekkert annað," segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, sem ræktar meðal annars epli, stikilsber, sólber, rifsber og jarðarber. „Síðan erum við með kirsuber, plómur og krydd." Þorsteinn framleiðir yfir eitt hundrað kíló af hunangi á ári og nú eru um þúsund epli í gróðurhúsi hans. Safinn er því að öllu leyti hans eigin framleiðsla en í hann notar hann þrjátíu til fjörutíu epli og um sjö prósent hunang. „Við fjölskyldan þurfum þá bara minna að fara í Bónus." Þorsteinn þurrkar einnig epli úr framleiðslu sinni. Hann sker eplin í skífur og setur í bakaraofn á blástur við vægan hita. „Við setjum þurrkuðu eplin í krukkur og bjóðum sem sælgæti á veturna. Krökkunum finnst það voðalega gott. Svo má líka nota þau út á grauta," segir Þorsteinn. Hann notar skrælara sem hann fékk úti í París í fyrrasumar til að skræla eplin. „Ég fór í búsáhaldaverslun og keypti þrjá skrælara handa fjölskyldunni." Þorsteinn segist hafa farið að gera meira úr eplaframleiðslu sinni á þessu ári heldur en oft áður. „Og einmitt úr þessum annars flokks eplum sem eru eitthvað gölluð," upplýsir Þorsteinn. Auk þess að matreiða eplin sjálfur selur hann þau á heimili sínu í Elliðahvammi. Ávaxtaræktunin hófst fyrir um tíu árum að sögn Þorsteins. Inntur eftir því hvenær besti eplatíminn sé á Íslandi segir hann: „Næstu tvær til þrjár vikur eru uppskerutíminn hjá okkur. Þau fyrstu eru að koma núna með sæt og bragðgóð epli," segir Þorsteinn „Núna erum við að undirbúa að fá meira af góðum yrkjum frá Finnlandi, epla- og kirsuberjatré sem ætluð eru fyrir norræna svæðið. Einn mesti gúrú Evrópu er búinn að vera hér í nokkra daga með námskeið og við erum að læra hjá honum," upplýsir Þorsteinn og bætir við að hægt sé að sjá fyrir sér á Íslandi fullt af eplarækt og býflugnarækt. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
"Ég geri þennan eplasafa stundum úr eplum sem eru annars flokks hjá okkur. Síðan set ég smá hunang út í. Ég geri í raun og veru ekkert annað," segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, sem ræktar meðal annars epli, stikilsber, sólber, rifsber og jarðarber. „Síðan erum við með kirsuber, plómur og krydd." Þorsteinn framleiðir yfir eitt hundrað kíló af hunangi á ári og nú eru um þúsund epli í gróðurhúsi hans. Safinn er því að öllu leyti hans eigin framleiðsla en í hann notar hann þrjátíu til fjörutíu epli og um sjö prósent hunang. „Við fjölskyldan þurfum þá bara minna að fara í Bónus." Þorsteinn þurrkar einnig epli úr framleiðslu sinni. Hann sker eplin í skífur og setur í bakaraofn á blástur við vægan hita. „Við setjum þurrkuðu eplin í krukkur og bjóðum sem sælgæti á veturna. Krökkunum finnst það voðalega gott. Svo má líka nota þau út á grauta," segir Þorsteinn. Hann notar skrælara sem hann fékk úti í París í fyrrasumar til að skræla eplin. „Ég fór í búsáhaldaverslun og keypti þrjá skrælara handa fjölskyldunni." Þorsteinn segist hafa farið að gera meira úr eplaframleiðslu sinni á þessu ári heldur en oft áður. „Og einmitt úr þessum annars flokks eplum sem eru eitthvað gölluð," upplýsir Þorsteinn. Auk þess að matreiða eplin sjálfur selur hann þau á heimili sínu í Elliðahvammi. Ávaxtaræktunin hófst fyrir um tíu árum að sögn Þorsteins. Inntur eftir því hvenær besti eplatíminn sé á Íslandi segir hann: „Næstu tvær til þrjár vikur eru uppskerutíminn hjá okkur. Þau fyrstu eru að koma núna með sæt og bragðgóð epli," segir Þorsteinn „Núna erum við að undirbúa að fá meira af góðum yrkjum frá Finnlandi, epla- og kirsuberjatré sem ætluð eru fyrir norræna svæðið. Einn mesti gúrú Evrópu er búinn að vera hér í nokkra daga með námskeið og við erum að læra hjá honum," upplýsir Þorsteinn og bætir við að hægt sé að sjá fyrir sér á Íslandi fullt af eplarækt og býflugnarækt.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið