Mikilvægar stéttir hafa orðið eftir Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 17. ágúst 2011 08:00 Ef fram heldur sem horfir skellur á verkfall meðal leikskólakennara á mánudag. Verkfallið er sagt munu hafa áhrif á fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Þegar þetta er skrifað bendir fátt til þess að samið verði á næstunni; deilan virðist frekar fara harðnandi. Mikilvægi stéttar eins og leikskólakennara er gríðarlegt. Óþarfi er að tíunda hversu viðamikið uppeldisstarf fer fram í leikskólum og hversu nauðsynlegt er að fólk viti af börnum sínum í góðum og hæfum höndum. Þá eru starfhæfir leikskólar eru nauðsynleg undirstaða í atvinnulífinu, án þeirra mun allt fara úr skorðum. Leikskólakennarar hafa nú dregist talsvert aftur úr grunnskólakennurum, sem þeir miða sig helst við. Formaður Kennarasambands Íslands segir í Fréttablaðinu í dag að gat á milli leik- og grunnskólakennara hafi verið brúað árið 2006, byggt á því að sambærilegt nám sé að baki störfunum. Leikskólakennarar eru hins vegar svo óheppnir að þeirra kjarasamningar runnu út skömmu eftir efnahagshrun, á meðan grunnskólakennarar sömdu fyrir það. Nú er svo komið að allt að 25 prósenta munur er á stéttunum. Samningar hafa verið lausir lengi og ekki er hægt að væna leikskólakennara um frekju eða óþolinmæði í þessum málum. Stéttin hefur aldrei farið í verkfall fyrr. Hafa verður í huga að þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi fjórðungi hærri laun en kollegar þeirra er ekki þar með sagt að launin séu til mikillar fyrirmyndar. Þvert á móti. Þessar stéttir eiga það sameiginlegt með ýmsum öðrum stéttum sem sinna einhverjum nauðsynlegustu störfunum í samfélaginu að hafa ekki verið metnar að verðleikum. Sem betur fer virðast foreldrar leikskólabarna og margir aðrir átta sig á mikilvægi skólanna án þess að verkfall þurfi til. Hins vegar gæti það verið ágætis áminning fyrir viðsemjendur þeirra ef af verkfallinu yrði. Auðvitað er hægt að hafa samúð með sveitarfélögunum sem mörg hver berjast í bökkum, en eins og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, benti á í Kastljósi í gærkvöldi er erfitt að sjá að einhver ákveðinn tími sé réttari en annar til að framkvæma launaleiðréttingu. Þó að sveitarfélögin séu í erfiðri stöðu er ekki hægt að samþykkja að reynt verði að lágmarka skaðann af verkfalli með því að láta ófaglærða starfsmenn á leikskólum sinna störfunum. Með því er gert lítið úr aðgerðunum þótt að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga sé það ekki ætlunin. Ekki á að þurfa að koma til þess að verkfallsverðir fylgist grannt með starfsemi leikskóla meðan á verkfalli stendur. Verkföll eru lögbundinn réttur og hann ber öllum að virða, sama hversu erfiðlega stendur á. Beita verður öllum mögulegum ráðum til þess að hægt verði að semja sem fyrst. Stéttir sem urðu eftir í góðærinu hafa ekki fengið leiðréttingu kjara sinna og það er tímabært að reynt sé að laga að minnsta kosti hluta af þeirri þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ef fram heldur sem horfir skellur á verkfall meðal leikskólakennara á mánudag. Verkfallið er sagt munu hafa áhrif á fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Þegar þetta er skrifað bendir fátt til þess að samið verði á næstunni; deilan virðist frekar fara harðnandi. Mikilvægi stéttar eins og leikskólakennara er gríðarlegt. Óþarfi er að tíunda hversu viðamikið uppeldisstarf fer fram í leikskólum og hversu nauðsynlegt er að fólk viti af börnum sínum í góðum og hæfum höndum. Þá eru starfhæfir leikskólar eru nauðsynleg undirstaða í atvinnulífinu, án þeirra mun allt fara úr skorðum. Leikskólakennarar hafa nú dregist talsvert aftur úr grunnskólakennurum, sem þeir miða sig helst við. Formaður Kennarasambands Íslands segir í Fréttablaðinu í dag að gat á milli leik- og grunnskólakennara hafi verið brúað árið 2006, byggt á því að sambærilegt nám sé að baki störfunum. Leikskólakennarar eru hins vegar svo óheppnir að þeirra kjarasamningar runnu út skömmu eftir efnahagshrun, á meðan grunnskólakennarar sömdu fyrir það. Nú er svo komið að allt að 25 prósenta munur er á stéttunum. Samningar hafa verið lausir lengi og ekki er hægt að væna leikskólakennara um frekju eða óþolinmæði í þessum málum. Stéttin hefur aldrei farið í verkfall fyrr. Hafa verður í huga að þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi fjórðungi hærri laun en kollegar þeirra er ekki þar með sagt að launin séu til mikillar fyrirmyndar. Þvert á móti. Þessar stéttir eiga það sameiginlegt með ýmsum öðrum stéttum sem sinna einhverjum nauðsynlegustu störfunum í samfélaginu að hafa ekki verið metnar að verðleikum. Sem betur fer virðast foreldrar leikskólabarna og margir aðrir átta sig á mikilvægi skólanna án þess að verkfall þurfi til. Hins vegar gæti það verið ágætis áminning fyrir viðsemjendur þeirra ef af verkfallinu yrði. Auðvitað er hægt að hafa samúð með sveitarfélögunum sem mörg hver berjast í bökkum, en eins og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, benti á í Kastljósi í gærkvöldi er erfitt að sjá að einhver ákveðinn tími sé réttari en annar til að framkvæma launaleiðréttingu. Þó að sveitarfélögin séu í erfiðri stöðu er ekki hægt að samþykkja að reynt verði að lágmarka skaðann af verkfalli með því að láta ófaglærða starfsmenn á leikskólum sinna störfunum. Með því er gert lítið úr aðgerðunum þótt að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga sé það ekki ætlunin. Ekki á að þurfa að koma til þess að verkfallsverðir fylgist grannt með starfsemi leikskóla meðan á verkfalli stendur. Verkföll eru lögbundinn réttur og hann ber öllum að virða, sama hversu erfiðlega stendur á. Beita verður öllum mögulegum ráðum til þess að hægt verði að semja sem fyrst. Stéttir sem urðu eftir í góðærinu hafa ekki fengið leiðréttingu kjara sinna og það er tímabært að reynt sé að laga að minnsta kosti hluta af þeirri þróun.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun