Ole og hinir grislingarnir Gerður Kristný skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundarins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirkegaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirkegaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich. Þar kemur í ljós að Kirkegaard var barnakennari og hófst rithöfundarferillinn þegar smásaga hans, Drekinn, sigraði í samkeppni. Falast var eftir meira efni eftir hann og árið 1967 kom fyrsta bókin út, Virgill litli. Verðlaunasagan varð að kafla í bókinni. Bækur Kirkegaards fjalla einatt um stráka og búa þeir gjarnan í litlum smábæjum þar sem sirkus, hrekkjusvín og jafnvel nashyrningar dúkka upp. Bullkenndar samræður eru aðalsmerki Kirkegaards, sem og teikningarnar, sem hann gerði sjálfur. Bækurnar urðu strax feikivinsælar. Ein mest lesna bókin er sjálfsagt Gúmmí-Tarsan frá árinu 1975. Hún fjallar um Ívar Ólsen sem verður fyrir einelti í skólanum, „enda með vöðva sem ekki voru stærri en fugladritur". Dag nokkurn hittir Ívar norn sem færir honum ofurkrafta og þá snýst dæmið við. Nú er það hann sem sýnir kvölurum sínum í tvo heimana. Weinreich rekur niðurstöðu könnunar sem sýnir að meirihluti lesenda Gúmmí-Tarsans er þess fullviss að sagan endi vel. Það er hins vegar reginfirra því illu heilli rjátlast töfrarnir af Ívari og í sögulok er hann í sömu stöðu og í upphafi. Ævi Ole Lund Kirkegaard endaði líka illa því hann lést í mars árið 1979 – þá aðeins 38 ára. Hann var að stytta sér leið í gegnum kirkjugarðinn í heimabæ sínum, Urlev, þegar hann hné niður. Þetta var að kvöldi til og þegar komið var að honum næsta morgun var hann orðinn mjög kaldur. Ekki tókst að bjarga lífi hans. Alls komu sjö bækur út eftir Kirkegaard meðan hann lifði en eftir andlátið voru handrit sem fundust í fórum hans líka gefin út, eins og til dæmis Kalli kúluhattur og Pési grallaraspói og Mangi vinur hans. Sem betur fer hafa velflest verka Kirkegaards verið þýdd á íslensku og gersemarnar bíða okkar á næsta bókasafni. Góða skemmtun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundarins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirkegaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirkegaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich. Þar kemur í ljós að Kirkegaard var barnakennari og hófst rithöfundarferillinn þegar smásaga hans, Drekinn, sigraði í samkeppni. Falast var eftir meira efni eftir hann og árið 1967 kom fyrsta bókin út, Virgill litli. Verðlaunasagan varð að kafla í bókinni. Bækur Kirkegaards fjalla einatt um stráka og búa þeir gjarnan í litlum smábæjum þar sem sirkus, hrekkjusvín og jafnvel nashyrningar dúkka upp. Bullkenndar samræður eru aðalsmerki Kirkegaards, sem og teikningarnar, sem hann gerði sjálfur. Bækurnar urðu strax feikivinsælar. Ein mest lesna bókin er sjálfsagt Gúmmí-Tarsan frá árinu 1975. Hún fjallar um Ívar Ólsen sem verður fyrir einelti í skólanum, „enda með vöðva sem ekki voru stærri en fugladritur". Dag nokkurn hittir Ívar norn sem færir honum ofurkrafta og þá snýst dæmið við. Nú er það hann sem sýnir kvölurum sínum í tvo heimana. Weinreich rekur niðurstöðu könnunar sem sýnir að meirihluti lesenda Gúmmí-Tarsans er þess fullviss að sagan endi vel. Það er hins vegar reginfirra því illu heilli rjátlast töfrarnir af Ívari og í sögulok er hann í sömu stöðu og í upphafi. Ævi Ole Lund Kirkegaard endaði líka illa því hann lést í mars árið 1979 – þá aðeins 38 ára. Hann var að stytta sér leið í gegnum kirkjugarðinn í heimabæ sínum, Urlev, þegar hann hné niður. Þetta var að kvöldi til og þegar komið var að honum næsta morgun var hann orðinn mjög kaldur. Ekki tókst að bjarga lífi hans. Alls komu sjö bækur út eftir Kirkegaard meðan hann lifði en eftir andlátið voru handrit sem fundust í fórum hans líka gefin út, eins og til dæmis Kalli kúluhattur og Pési grallaraspói og Mangi vinur hans. Sem betur fer hafa velflest verka Kirkegaards verið þýdd á íslensku og gersemarnar bíða okkar á næsta bókasafni. Góða skemmtun!
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun