Katrín og Kristín hetjurnar 23. júlí 2011 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR-konum sæti í bikarúrslitaleiknum á lokamínútu leiksins. Mynd/Hag Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira