Sektum sóðana 15. júlí 2011 06:00 Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá. Anders Carlgren umhverfisráðherra segir í sænskum miðlum að sektunum sé ætlað að hafa fælingarmátt; æskilegast væri auðvitað að allir væru ábyrgir borgarar og hentu rusli bara í ruslafötur fortölulaust. En sænskt samfélag er víst ekki svo heppið, ekki fremur en það íslenzka. Nýju lögin í Svíþjóð eru til komin eftir miklar umræður um vaxandi sóðaskap, ekki sízt í borgum og bæjum þar sem almenningsgarðar og torg eru stundum eins og svínastíur eftir að fólk hefur setið úti í góða veðrinu, grillað og drukkið – en ruslaföturnar eru tómar. Löggjöfin hefur þó verið harðlega gagnrýnd, bæði af opinberum stofnunum og almannasamtökum sem berjast fyrir umhverfisvernd og snyrtimennsku, fyrir að ganga ekki nógu langt og undanþiggja smæsta ruslið á borð við sígarettustubba og tyggigúmmí, sem margir segja algengasta og hvimleiðasta draslið. Ættum við Íslendingar ekki að skoða okkar gang í þessum efnum? Umgengnin í miðborg Reykjavíkur um helgar og á útihátíðum um allt land er alveg skelfileg eins og við sjáum reglulega myndir af í blöðunum. Ekki þarf að vera mannfjöldi saman kominn til að fólk gleymi að nota ruslaföturnar; það er furðulega algengt að sjá fólk fleygja frá sér samloku- eða pylsubréfum við sjoppur, spýta tyggjói á gangstéttirnar eða henda sígarettustubbum út úr bílum. Stundum eru bílar sóðanna svo dýrir og vel bónaðir og svo dýrt úr á arminum sem fleygir ruslinu að það er nánast útilokað að þar séu óuppdregnir krakkar eða rónar með skerta meðvitund á ferðinni. Sóðaskapur er einfaldlega landlægt vandamál og nær til allra þjóðfélagshópa. Lögreglan sektar vissulega fólk sem hún stendur að verki við að henda rusli. En gerir hún nóg af því? Það má draga í efa. Fyrirkomulagið er heldur ekki nógu skilvirkt og áhrifaríkt. Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag, er verklagið við sektirnar svipað og það var áður í Svíþjóð; lögregluskýrsla er gerð um atvikið, hún fer svo til löglærðs fulltrúa sem ákveður sektina og sóðanum er stefnt fyrir dóm ef hann borgar ekki. Alþingi og sveitarstjórnir ættu að beita sér fyrir því að tekið verði af meiri hörku á sóðaskapnum. Eigi menn á hættu að verða sektaðir um fastákveðna, háa upphæð hugsa þeir sig kannski tvisvar um áður en þeir láta sígarettustubbinn eða bjórflöskuna vaða. Svo eiga mildari aðferðir að sjálfsögðu líka við; foreldrar þurfa að útskýra fyrir börnunum að það sé óvirðing við samborgarana að henda rusli og skerðing á lífsgæðum okkar allra. Í allmörgum tilvikum virðist ekki veita af að mennta foreldrana líka. Gjarnan mætti skapast samfélagsleg samstaða um að líða ekki sóðaskap eins og þann sem við horfum upp á daglega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá. Anders Carlgren umhverfisráðherra segir í sænskum miðlum að sektunum sé ætlað að hafa fælingarmátt; æskilegast væri auðvitað að allir væru ábyrgir borgarar og hentu rusli bara í ruslafötur fortölulaust. En sænskt samfélag er víst ekki svo heppið, ekki fremur en það íslenzka. Nýju lögin í Svíþjóð eru til komin eftir miklar umræður um vaxandi sóðaskap, ekki sízt í borgum og bæjum þar sem almenningsgarðar og torg eru stundum eins og svínastíur eftir að fólk hefur setið úti í góða veðrinu, grillað og drukkið – en ruslaföturnar eru tómar. Löggjöfin hefur þó verið harðlega gagnrýnd, bæði af opinberum stofnunum og almannasamtökum sem berjast fyrir umhverfisvernd og snyrtimennsku, fyrir að ganga ekki nógu langt og undanþiggja smæsta ruslið á borð við sígarettustubba og tyggigúmmí, sem margir segja algengasta og hvimleiðasta draslið. Ættum við Íslendingar ekki að skoða okkar gang í þessum efnum? Umgengnin í miðborg Reykjavíkur um helgar og á útihátíðum um allt land er alveg skelfileg eins og við sjáum reglulega myndir af í blöðunum. Ekki þarf að vera mannfjöldi saman kominn til að fólk gleymi að nota ruslaföturnar; það er furðulega algengt að sjá fólk fleygja frá sér samloku- eða pylsubréfum við sjoppur, spýta tyggjói á gangstéttirnar eða henda sígarettustubbum út úr bílum. Stundum eru bílar sóðanna svo dýrir og vel bónaðir og svo dýrt úr á arminum sem fleygir ruslinu að það er nánast útilokað að þar séu óuppdregnir krakkar eða rónar með skerta meðvitund á ferðinni. Sóðaskapur er einfaldlega landlægt vandamál og nær til allra þjóðfélagshópa. Lögreglan sektar vissulega fólk sem hún stendur að verki við að henda rusli. En gerir hún nóg af því? Það má draga í efa. Fyrirkomulagið er heldur ekki nógu skilvirkt og áhrifaríkt. Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag, er verklagið við sektirnar svipað og það var áður í Svíþjóð; lögregluskýrsla er gerð um atvikið, hún fer svo til löglærðs fulltrúa sem ákveður sektina og sóðanum er stefnt fyrir dóm ef hann borgar ekki. Alþingi og sveitarstjórnir ættu að beita sér fyrir því að tekið verði af meiri hörku á sóðaskapnum. Eigi menn á hættu að verða sektaðir um fastákveðna, háa upphæð hugsa þeir sig kannski tvisvar um áður en þeir láta sígarettustubbinn eða bjórflöskuna vaða. Svo eiga mildari aðferðir að sjálfsögðu líka við; foreldrar þurfa að útskýra fyrir börnunum að það sé óvirðing við samborgarana að henda rusli og skerðing á lífsgæðum okkar allra. Í allmörgum tilvikum virðist ekki veita af að mennta foreldrana líka. Gjarnan mætti skapast samfélagsleg samstaða um að líða ekki sóðaskap eins og þann sem við horfum upp á daglega.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun