Börnin njóta myndanna 5. júlí 2011 13:00 Bergrún segir að heimasíða Innlits/útlits, innlitutlit.is, verði virk í sumar. Þar er ýmis ráð að finna. Fréttablaðið/GVA „Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira