Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun í Héraðsdómi Reykjaness.
Við fyrirtökuna var greinargerð ákærða lögð fram auk þess sem fram kom að krufningarskýrsla er enn í þýðingu.