Nauðsynlegt að börnin segi frá Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 27. júní 2011 09:30 Fréttaflutningur af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar hefur vakið sérlega mikinn óhug meðal fólks undanfarnar tvær vikur. Í kjölfar góðrar umfjöllunar Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum hefur opnast flóðgátt og tugir fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla hafa greint frá ofbeldisverkum fólksins sem þar stjórnaði, þó fæstir þeirra hafi lent í kynferðislegu ofbeldi. Fólkið sem um ræðir er á öllum aldri og var í skólanum allt fram á þessa öld. Sú spurning vaknar hvers vegna ofbeldisverkin komu ekki í ljós fyrr en nú. Fyrir því eru væntanlega margar ástæður, en íslenskt samfélag virðist að minnsta kosti loksins í stakk búið nú til að takast á við mál af þessu tagi. Almennu viðbrögðin eru ekki vantrú eða þöggun. Við virðumst hafa lært af reynslunni að ofbeldi og grimmd gagnvart börnum þreifst og þrífst enn víða. Í viðtali í Fréttablaðinu í maí sagði Bryndís Björk Ásgeirsdóttir sálfræðingur frá viðamikilli rannsókn á kynferðisofbeldi gagnvart börnum hér á landi. Þar kom fram að um fjórðungur unglinga hafði orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi fyrir átján ára aldur. Rannsóknin sýndi einnig að það skipti miklu máli að börn segi frá því ef þau eru beitt ofbeldi. Þar skiptir mestu máli að börn fái jákvæð viðbrögð og þeim sé trúað frá upphafi. Forvarnir ættu að gegna veigamiklu hlutverki í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Í nýlegri skýrslu Unicef um stöðu barna á Íslandi kemur fram að formlegt forvarnastarf, skipulagt af opinberum aðilum, er ekki til staðar. Forvarnir eru að mestu leyti í höndum félagasamtaka. Því er ekki hægt að tryggja að öll börn njóti þeirra. Í janúar hófst þó forvarnaverkefni fyrir sex ára börn á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nauðsynlegt er að efla slík verkefni, laga þau að mismunandi aldurshópum og tryggja að þau nái til allra barna. Það þykir hafa sýnt sig að forvarnir bera árangur í þessum málaflokki. Lögreglan hefur til að mynda orðið vör við árangur af fræðslu frá unga aldri, sagði Sigríður Hjaltested aðstoðarsaksóknari í grein í Fréttablaðinu í maí. Æ oftar bærust mál til lögreglu þar sem börn segðu frá kynferðislegu ofbeldi eftir að hafa fengið fræðslu. Með því að börn segi frá ofbeldi strax er vonandi hægt að koma í veg fyrir að það verði langvinnara og alvarlegra. Þá er jafnframt hægt að vinna strax úr því og koma í veg fyrir að fólk þurfi að burðast með leyndarmál úr barnæsku langt fram á fullorðinsár með ömurlegum afleiðingum, eins og alltof mörg dæmi eru um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Fréttaflutningur af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar hefur vakið sérlega mikinn óhug meðal fólks undanfarnar tvær vikur. Í kjölfar góðrar umfjöllunar Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum hefur opnast flóðgátt og tugir fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla hafa greint frá ofbeldisverkum fólksins sem þar stjórnaði, þó fæstir þeirra hafi lent í kynferðislegu ofbeldi. Fólkið sem um ræðir er á öllum aldri og var í skólanum allt fram á þessa öld. Sú spurning vaknar hvers vegna ofbeldisverkin komu ekki í ljós fyrr en nú. Fyrir því eru væntanlega margar ástæður, en íslenskt samfélag virðist að minnsta kosti loksins í stakk búið nú til að takast á við mál af þessu tagi. Almennu viðbrögðin eru ekki vantrú eða þöggun. Við virðumst hafa lært af reynslunni að ofbeldi og grimmd gagnvart börnum þreifst og þrífst enn víða. Í viðtali í Fréttablaðinu í maí sagði Bryndís Björk Ásgeirsdóttir sálfræðingur frá viðamikilli rannsókn á kynferðisofbeldi gagnvart börnum hér á landi. Þar kom fram að um fjórðungur unglinga hafði orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi fyrir átján ára aldur. Rannsóknin sýndi einnig að það skipti miklu máli að börn segi frá því ef þau eru beitt ofbeldi. Þar skiptir mestu máli að börn fái jákvæð viðbrögð og þeim sé trúað frá upphafi. Forvarnir ættu að gegna veigamiklu hlutverki í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Í nýlegri skýrslu Unicef um stöðu barna á Íslandi kemur fram að formlegt forvarnastarf, skipulagt af opinberum aðilum, er ekki til staðar. Forvarnir eru að mestu leyti í höndum félagasamtaka. Því er ekki hægt að tryggja að öll börn njóti þeirra. Í janúar hófst þó forvarnaverkefni fyrir sex ára börn á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nauðsynlegt er að efla slík verkefni, laga þau að mismunandi aldurshópum og tryggja að þau nái til allra barna. Það þykir hafa sýnt sig að forvarnir bera árangur í þessum málaflokki. Lögreglan hefur til að mynda orðið vör við árangur af fræðslu frá unga aldri, sagði Sigríður Hjaltested aðstoðarsaksóknari í grein í Fréttablaðinu í maí. Æ oftar bærust mál til lögreglu þar sem börn segðu frá kynferðislegu ofbeldi eftir að hafa fengið fræðslu. Með því að börn segi frá ofbeldi strax er vonandi hægt að koma í veg fyrir að það verði langvinnara og alvarlegra. Þá er jafnframt hægt að vinna strax úr því og koma í veg fyrir að fólk þurfi að burðast með leyndarmál úr barnæsku langt fram á fullorðinsár með ömurlegum afleiðingum, eins og alltof mörg dæmi eru um.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun