Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB 21. júní 2011 03:00 Jean-Claude Trichet og Olli Rehn Seðlabankastjóri Evrópu og peningamálastjóri Evrópusambandsins á fundinum í Lúxemborg í gær.fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira