Vara Lýsis um allan heim 23. júní 2011 11:00 Oil4Life vörurnar fást í völdum heilsubúðum og apótekum á Íslandi. Fréttablaðið/GVA Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira