Vara Lýsis um allan heim 23. júní 2011 11:00 Oil4Life vörurnar fást í völdum heilsubúðum og apótekum á Íslandi. Fréttablaðið/GVA Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira