„Þetta var líkt og eins manns veröld“ 26. maí 2011 03:30 Ljósafellið varð allt þakið ösku skömmu eftir að gosið. mynd/oddur sveinsson asdf Áhöfnin á Ljósafelli fann vel fyrir öskunni úr Grímsvötnum, þrátt fyrir að vera tæpar 40 mílur frá landi. Skipið varð allt þakið ösku en hún er nú að mestu horfin eftir mikla hjálp frá sjónum. „Það var orðið verulega svart. Þetta var líkt og eins manns veröld,“ segir Hávarður Helgason skipstjóri. „Sem betur fer stóð þetta ekki lengi hjá okkur. En við urðum óskaplega fegnir þegar þetta var búið.“ Ljósafell, ásamt tveimur öðrum skipum, var úti á suðvesturhorninu á Mýrargrunni á sunnudaginn síðastliðinn. Tveir aðrir togarar voru nær landi og segir Hávarður að áhafnir þeirra hafi lýst ástandinu eins og væri svartasti vetrarbylur um hábjartan dag. Erfitt hafi verið að greina umhverfið í kring og nærliggjandi skip hafi vart verið sjáanleg. „Við sáum rétt móta fyrir öðrum skipum, en greindum ekki lengra en um 2 til 3 mílur út,“ segir hann. Áhöfnin gerði ráðstafanir þegar askan lagðist yfir og útbjó ryksíur á öll inntök skipsins. Grímum og gleraugum var deilt á skipsverja, sem eru fimmtán. „Við sluppum þó betur en fólkið á landinu. Þessi stutta heimsókn sem við fengum frá öskunni lagðist yfir okkur hægt og rólega, en hún var andskoti þrúgandi meðan á henni stóð,“ segir Hávarður. „Það er skelfileg tilhugsun að lenda í þeirra aðstæðum. Það þarf virkilega mikinn drifkraft til að standa það af sér.“- sv Grímsvötn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
asdf Áhöfnin á Ljósafelli fann vel fyrir öskunni úr Grímsvötnum, þrátt fyrir að vera tæpar 40 mílur frá landi. Skipið varð allt þakið ösku en hún er nú að mestu horfin eftir mikla hjálp frá sjónum. „Það var orðið verulega svart. Þetta var líkt og eins manns veröld,“ segir Hávarður Helgason skipstjóri. „Sem betur fer stóð þetta ekki lengi hjá okkur. En við urðum óskaplega fegnir þegar þetta var búið.“ Ljósafell, ásamt tveimur öðrum skipum, var úti á suðvesturhorninu á Mýrargrunni á sunnudaginn síðastliðinn. Tveir aðrir togarar voru nær landi og segir Hávarður að áhafnir þeirra hafi lýst ástandinu eins og væri svartasti vetrarbylur um hábjartan dag. Erfitt hafi verið að greina umhverfið í kring og nærliggjandi skip hafi vart verið sjáanleg. „Við sáum rétt móta fyrir öðrum skipum, en greindum ekki lengra en um 2 til 3 mílur út,“ segir hann. Áhöfnin gerði ráðstafanir þegar askan lagðist yfir og útbjó ryksíur á öll inntök skipsins. Grímum og gleraugum var deilt á skipsverja, sem eru fimmtán. „Við sluppum þó betur en fólkið á landinu. Þessi stutta heimsókn sem við fengum frá öskunni lagðist yfir okkur hægt og rólega, en hún var andskoti þrúgandi meðan á henni stóð,“ segir Hávarður. „Það er skelfileg tilhugsun að lenda í þeirra aðstæðum. Það þarf virkilega mikinn drifkraft til að standa það af sér.“- sv
Grímsvötn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira