Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað 24. maí 2011 07:00 Skepnur hafa ekki drepist í stórum stíl vegna öskufallsins frá Grímsvötnum líkt og bændur óttuðust í fyrstu. Unnið er að því að koma húsdýrum í skjól þar sem því verður við komið og sjá þeim fyrir rennandi vatni og hreinu fóðri. Fréttablaðið/Vilhelm Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." olikr@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Undir vegg Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, bjargaði í gær litlu fuglskríli sem leitað hafði skjóls frá öskurokinu undir þakskegginu hjá honum, en gefist upp og lagt sig á ruslatunnu við húsvegginn.Fréttablaðið/Vilhelm Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt. Í gærmorgun hafði öskufall aukist á ný þannig að vart sá á milli húsa á Kirkjubæjarklaustri. Ástandið var svo enn verra þegar austar dró. „Þetta má samt ekki vara mikið lengur. Þá kæmi mér ekki á óvart þótt bændur yrðu að hella niður mjólk í dag." Mjólk var síðast sótt á bæina á föstudag. Nú segir Gunnar bændur reyna að tryggja dýrum sínum rennandi vatn og fóður. Ekki eru miklar fregnir af felli vegna öskufallsins, þótt vart hafi orðið við einhverjar dauðar skepnur. „En fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Það þarf ekki að vera eitthvað í gosefnunum, heldur gæti það til dæmis verið stresstengt," segir Gunnar. Austur á Síðu segir hann vera dæmi um að skepnur hafi hrakist í skurði. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við." Á einum bæ segir hann meri hafa lent ofan í skurði og slasast nokkuð, auk þess sem folald hafi drukknað. Gunnar segir að þrátt fyrir allt hafi ekki enn verið mikið um hjálparbeiðnir frá bændum, hringt hafi verið úr Mýrdalnum þar sem var veik kýr, en útkall á það svæði verði kollegar á Hvolsvelli eða Hellu að annast. „Í öskufallinu núna er vonlaust að komast þessa leið þangað." olikr@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira