Fréttaskýring: Deila um Schengen 12. maí 2011 09:15 José Manuel Barroso Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira