Valið væri auðveldara með lélegri samning 1. apríl 2011 05:00 Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00