Líbískir ráðamenn flýja 1. apríl 2011 00:30 Berjast gegn ofurefli Þrátt fyrir loftárásir á herbúnað Gaddafístjórnarinnar hafa uppreisnarmenn verið á undanhaldi síðustu daga.nordicphotos/AFP Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dabbashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra landsins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoðarmaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna fréttir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðsmenn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum í gær, þriðja daginn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnarmennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður uppreisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent