Nóg komið af áhættusækni 31. mars 2011 05:00 Margrét Kristmannsdóttir „Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“ Fréttir Icesave Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“
Fréttir Icesave Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira