Sér fötin fyrir sér 10. mars 2011 13:00 Fréttablaðið/Arnþór Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira