Eiginhagsmunaseggurinn 2011 Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Um síðustu helgi var smiðshöggið rekið á átakið Öðlinginn 2011, sem fólst í því að 31 karlmaður skrifaði pistla um jafnréttismál, sem birtust allir á Vísi.is og sumir í Fréttablaðinu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur átti frumkvæðið að átakinu, sem hófst á bóndadaginn og lauk á konudaginn. Það er umtalsverð breyting fólgin í því að fólk geti lesið svo margar greinar um jafnréttismál eftir karla, því að illu heilli hafa þeir lítið látið til sín taka í umræðum um jafnréttismál, alltént miklu minna en konurnar. En jafnréttisbaráttunni er oft stillt upp sem kvennabaráttu eða einhvers konar átökum milli karla og kvenna og fyrir vikið finnst mörgum körlum hún ekki vera þeirra barátta. Eins og verður svo skýrt af lestri greina „öðlinganna" er jafnréttisbaráttan samvinnuverkefni; barátta hugsandi fólks af báðum kynjum gegn úreltum viðhorfum, fordómum og fáfræði. Heiti öðlingsátaksins er sótt í viðtal við Guðrúnu Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, sem sagði þar að það þyrfti „ná í og rækta öðlinginn … í körlum, því hann er þarna". Svarið við ofbeldi væri virðing og ást. Þannig nálgast margir karlar stuðning sinn við jafnréttisbaráttuna, en það eru líka til fullkomlega eigingjarnar ástæður fyrir því að vera jafnréttissinni. Karlar rétt eins og konur hljóta að geta litið svo á að það sé þeirra hagur og fjölskyldu þeirra að jafnrétti ríki. Hver einasti karl sem á dóttur – eða eiginkonu, systur, móður, frænku eða vinkonu – sem honum þykir vænt um hlýtur til dæmis að fyllast nánast heilagri reiði yfir því óréttlæti sem konur eru enn beittar í samfélagi okkar og vilja uppræta það sem allra fyrst. Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi, glerþakið í fyrirtækjum og stofnunum og launamunur sem ekki verður útskýrður með öðru en kynferði fólks fellur þar undir. Karlar sem eiga og stjórna fyrirtækjum hljóta að vera hugsi yfir þeirri vondu nýtingu á mannauðnum sem það hefur í för með sér að velja fremur karla til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa en konur, ekki sízt nú þegar konur eru að sigla fram úr körlum hvað varðar menntun og aðrar hæfniskröfur. Ótal rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa fjölbreyttan hóp við stjórn græða meiri peninga en hinir. Þær niðurstöður ættu að geta breytt talsvert mörgum körlum í jafnréttissinna, ef þeir gefa sér tíma til að skoða þær. Þá er ótalinn sá tilfinningalegi hagnaður sem margir karlar hafa innleyst með því að axla ábyrgð á heimili og börnum til jafns við konur sínar. Þeir uppskera ánægjulegri sambúð og minnka til muna líkurnar á að verða gamlir, bitrir menn sem sjá eftir að hafa ekki gefið fjölskyldu sinni meiri tíma. En um leið rýma þeir til fyrir konunum á vinnumarkaðnum, þar sem hæfileika þeirra og starfskrafta er þörf. Öðlingsskapur, ást og virðing, umhyggja fyrir hag allra manna af báðum kynjum, allt getur þetta gert karla að jafnréttissinnum – og líka hreinræktaðir eiginhagsmunir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Um síðustu helgi var smiðshöggið rekið á átakið Öðlinginn 2011, sem fólst í því að 31 karlmaður skrifaði pistla um jafnréttismál, sem birtust allir á Vísi.is og sumir í Fréttablaðinu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur átti frumkvæðið að átakinu, sem hófst á bóndadaginn og lauk á konudaginn. Það er umtalsverð breyting fólgin í því að fólk geti lesið svo margar greinar um jafnréttismál eftir karla, því að illu heilli hafa þeir lítið látið til sín taka í umræðum um jafnréttismál, alltént miklu minna en konurnar. En jafnréttisbaráttunni er oft stillt upp sem kvennabaráttu eða einhvers konar átökum milli karla og kvenna og fyrir vikið finnst mörgum körlum hún ekki vera þeirra barátta. Eins og verður svo skýrt af lestri greina „öðlinganna" er jafnréttisbaráttan samvinnuverkefni; barátta hugsandi fólks af báðum kynjum gegn úreltum viðhorfum, fordómum og fáfræði. Heiti öðlingsátaksins er sótt í viðtal við Guðrúnu Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, sem sagði þar að það þyrfti „ná í og rækta öðlinginn … í körlum, því hann er þarna". Svarið við ofbeldi væri virðing og ást. Þannig nálgast margir karlar stuðning sinn við jafnréttisbaráttuna, en það eru líka til fullkomlega eigingjarnar ástæður fyrir því að vera jafnréttissinni. Karlar rétt eins og konur hljóta að geta litið svo á að það sé þeirra hagur og fjölskyldu þeirra að jafnrétti ríki. Hver einasti karl sem á dóttur – eða eiginkonu, systur, móður, frænku eða vinkonu – sem honum þykir vænt um hlýtur til dæmis að fyllast nánast heilagri reiði yfir því óréttlæti sem konur eru enn beittar í samfélagi okkar og vilja uppræta það sem allra fyrst. Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi, glerþakið í fyrirtækjum og stofnunum og launamunur sem ekki verður útskýrður með öðru en kynferði fólks fellur þar undir. Karlar sem eiga og stjórna fyrirtækjum hljóta að vera hugsi yfir þeirri vondu nýtingu á mannauðnum sem það hefur í för með sér að velja fremur karla til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa en konur, ekki sízt nú þegar konur eru að sigla fram úr körlum hvað varðar menntun og aðrar hæfniskröfur. Ótal rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa fjölbreyttan hóp við stjórn græða meiri peninga en hinir. Þær niðurstöður ættu að geta breytt talsvert mörgum körlum í jafnréttissinna, ef þeir gefa sér tíma til að skoða þær. Þá er ótalinn sá tilfinningalegi hagnaður sem margir karlar hafa innleyst með því að axla ábyrgð á heimili og börnum til jafns við konur sínar. Þeir uppskera ánægjulegri sambúð og minnka til muna líkurnar á að verða gamlir, bitrir menn sem sjá eftir að hafa ekki gefið fjölskyldu sinni meiri tíma. En um leið rýma þeir til fyrir konunum á vinnumarkaðnum, þar sem hæfileika þeirra og starfskrafta er þörf. Öðlingsskapur, ást og virðing, umhyggja fyrir hag allra manna af báðum kynjum, allt getur þetta gert karla að jafnréttissinnum – og líka hreinræktaðir eiginhagsmunir.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun