Ekki verður samið frekar um Icesave 21. febrúar 2011 03:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira