Tækifæri til að kynna samninginn 21. febrúar 2011 10:00 Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh Icesave Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh
Icesave Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent