Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni 19. febrúar 2011 07:00 Formaður Icesave-samninganefndarinnar segir niðurstöðu Alþingis í Icesave-málinu mjög ásættanlega.Fréttablaðið/Anton Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira