Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs 24. janúar 2011 22:25 Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann. Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann.
Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira