Annað árið í röð sló Super Bowl áhorfendametið í bandarísku sjónvarpi. Í fyrra sáu rúmlega 106 milljónir manna leikinn en í ár settust 111 milljónir Bandaríkjamanna fyrir framan kassann.
Leikur Green Bay og Pittsburgh er þar með vinsælasta sjónvarpsefni í sögu Bandaríkjanna.
Lokaþáttur MASH var vinsælasti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna í 27 ár en hefur á tveimur árum fallið í þriðja sætið.
Fimm stærstu sjónvarpsviðburðirnir í Bandaríkjunum eru MASH og fjórir Super Bowl-leikir.
Amerískur fótbolti hefur lengi verið vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum og er enn að bæta við sig fylgi. Sjónvarpsáhorf á leiki deildarinnar í ár var 13 prósent meira en í fyrra.
Meðaláhorf á leik er 20 milljónir sem er helmingi meira áhorf en stærstu sjónvarpsþættirnir fá í viku hverri.