Dúndurgóður djús Roald Eyvindsson skrifar 7. janúar 2011 15:38 Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Hann er rosalega hollur þessi, enda alveg uppfullur af vítamínum." Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Pressunnar, fær sér sopa af fallega lituðum rauðrófusafa sem hún hefur útbúið í eldhúsinu heima, og bætir brosandi við: „Svo er hann dúndurgóður og lætur manni líða vel." Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Ég drakk til dæmis mikið rauðrófusafa þegar ég gekk með báða strákana mína, enda eru rauðrófur járnríkar og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort." Hún getur þess að safarnir henti líka þeim vel sem búa við stöðugan tímaskort. „Það er þægilegt að geta hent í safa hafi maður ekki tíma til að útbúa morgunverð og fá þannig helstu næringu úr safapressunni. Ég tek oft með mér flösku í vinnuna og er svo að súpa af henni fram undir hádegi." Marta María kveðst almennt hugsa um það sem hún lætur ofan í sig. Hins vegar komi fyrir hjá henni eins og öðrum að villast út af hinni beinu braut hollustu og heilbrigðs lífernis. „Ég er alls ekki heilög, borða til dæmis súkkulaði þegar mig langar í. Fyrir mér snýst þetta allt um að núllstilla líkamann og hafi ég "farið að heiman" hollustulega séð, eins og um jólin, tek ég mig bara á. Þessi rauðrófusafi er ágætis byrjun á því," segir hún og getur þess að í meðfylgjandi uppskrift hafi hún bætt við agúrku, lime og engifer til að slá á "moldarbragðið" af rófunum sem sumir þykjast finna.Gómsætur rauðrófusafi1 rauðrófa1 agúrka4 sellerístönglar3 cm engiferrót2 límónur1 epli Allt skorið niður, brytjað og pressað í djúsvél og drukkið með "det samme". Drykkir Uppskriftir Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Hann er rosalega hollur þessi, enda alveg uppfullur af vítamínum." Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Pressunnar, fær sér sopa af fallega lituðum rauðrófusafa sem hún hefur útbúið í eldhúsinu heima, og bætir brosandi við: „Svo er hann dúndurgóður og lætur manni líða vel." Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Ég drakk til dæmis mikið rauðrófusafa þegar ég gekk með báða strákana mína, enda eru rauðrófur járnríkar og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort." Hún getur þess að safarnir henti líka þeim vel sem búa við stöðugan tímaskort. „Það er þægilegt að geta hent í safa hafi maður ekki tíma til að útbúa morgunverð og fá þannig helstu næringu úr safapressunni. Ég tek oft með mér flösku í vinnuna og er svo að súpa af henni fram undir hádegi." Marta María kveðst almennt hugsa um það sem hún lætur ofan í sig. Hins vegar komi fyrir hjá henni eins og öðrum að villast út af hinni beinu braut hollustu og heilbrigðs lífernis. „Ég er alls ekki heilög, borða til dæmis súkkulaði þegar mig langar í. Fyrir mér snýst þetta allt um að núllstilla líkamann og hafi ég "farið að heiman" hollustulega séð, eins og um jólin, tek ég mig bara á. Þessi rauðrófusafi er ágætis byrjun á því," segir hún og getur þess að í meðfylgjandi uppskrift hafi hún bætt við agúrku, lime og engifer til að slá á "moldarbragðið" af rófunum sem sumir þykjast finna.Gómsætur rauðrófusafi1 rauðrófa1 agúrka4 sellerístönglar3 cm engiferrót2 límónur1 epli Allt skorið niður, brytjað og pressað í djúsvél og drukkið með "det samme".
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira