Dúndurgóður djús Roald Eyvindsson skrifar 7. janúar 2011 15:38 Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Hann er rosalega hollur þessi, enda alveg uppfullur af vítamínum." Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Pressunnar, fær sér sopa af fallega lituðum rauðrófusafa sem hún hefur útbúið í eldhúsinu heima, og bætir brosandi við: „Svo er hann dúndurgóður og lætur manni líða vel." Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Ég drakk til dæmis mikið rauðrófusafa þegar ég gekk með báða strákana mína, enda eru rauðrófur járnríkar og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort." Hún getur þess að safarnir henti líka þeim vel sem búa við stöðugan tímaskort. „Það er þægilegt að geta hent í safa hafi maður ekki tíma til að útbúa morgunverð og fá þannig helstu næringu úr safapressunni. Ég tek oft með mér flösku í vinnuna og er svo að súpa af henni fram undir hádegi." Marta María kveðst almennt hugsa um það sem hún lætur ofan í sig. Hins vegar komi fyrir hjá henni eins og öðrum að villast út af hinni beinu braut hollustu og heilbrigðs lífernis. „Ég er alls ekki heilög, borða til dæmis súkkulaði þegar mig langar í. Fyrir mér snýst þetta allt um að núllstilla líkamann og hafi ég "farið að heiman" hollustulega séð, eins og um jólin, tek ég mig bara á. Þessi rauðrófusafi er ágætis byrjun á því," segir hún og getur þess að í meðfylgjandi uppskrift hafi hún bætt við agúrku, lime og engifer til að slá á "moldarbragðið" af rófunum sem sumir þykjast finna.Gómsætur rauðrófusafi1 rauðrófa1 agúrka4 sellerístönglar3 cm engiferrót2 límónur1 epli Allt skorið niður, brytjað og pressað í djúsvél og drukkið með "det samme". Drykkir Uppskriftir Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
„Hann er rosalega hollur þessi, enda alveg uppfullur af vítamínum." Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Pressunnar, fær sér sopa af fallega lituðum rauðrófusafa sem hún hefur útbúið í eldhúsinu heima, og bætir brosandi við: „Svo er hann dúndurgóður og lætur manni líða vel." Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Ég drakk til dæmis mikið rauðrófusafa þegar ég gekk með báða strákana mína, enda eru rauðrófur járnríkar og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort." Hún getur þess að safarnir henti líka þeim vel sem búa við stöðugan tímaskort. „Það er þægilegt að geta hent í safa hafi maður ekki tíma til að útbúa morgunverð og fá þannig helstu næringu úr safapressunni. Ég tek oft með mér flösku í vinnuna og er svo að súpa af henni fram undir hádegi." Marta María kveðst almennt hugsa um það sem hún lætur ofan í sig. Hins vegar komi fyrir hjá henni eins og öðrum að villast út af hinni beinu braut hollustu og heilbrigðs lífernis. „Ég er alls ekki heilög, borða til dæmis súkkulaði þegar mig langar í. Fyrir mér snýst þetta allt um að núllstilla líkamann og hafi ég "farið að heiman" hollustulega séð, eins og um jólin, tek ég mig bara á. Þessi rauðrófusafi er ágætis byrjun á því," segir hún og getur þess að í meðfylgjandi uppskrift hafi hún bætt við agúrku, lime og engifer til að slá á "moldarbragðið" af rófunum sem sumir þykjast finna.Gómsætur rauðrófusafi1 rauðrófa1 agúrka4 sellerístönglar3 cm engiferrót2 límónur1 epli Allt skorið niður, brytjað og pressað í djúsvél og drukkið með "det samme".
Drykkir Uppskriftir Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira