Green Bay Packers vann Super Bowl í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2011 09:15 Aaron Rodgers. Mynd/AP Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Green Bay Packers vann 31-25 sigur á Pittsburgh Steelers í úrslitasleik ameríska fótboltans í nótt en Super Bowl leikurinn fór þá fram fyrir framan meira en hundrað þúsund manns á hinum stórglæsilega Cowboys Stadium. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn maður leiksins og má segja að hann sé nú kominn út úr skugga Brett Favre sem stýrði Packers-liðinu til fjölda ára á undan Rodgers og leiddi liðið til sigurs í Super Bowl árið 1996. Þetta var fjórði sigur Green Bay Packers í Super Bowl en liðið kemur aðeins frá 102 þúsund manna bæ. Liðið vann tvo fyrstu leikina um "Ofurskálina" og bikarinn sem keppt er um er skýrður eftir Vince Lombardi, sem stýrði liðinu til sigurs 1967 og 1968. „Minnsta borgin í deildinni hefur unnið stærsta leikinn. Þetta var frábær leikur milli tveggja klassíska liða," sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL, áður en hann afhenti bikarinn. Aaron Rodgers átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum, 24 af 39 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls 304 metra. Greg Jennings skoraði tvö snertimörk og Jordy Nelson skoraði eitt snertimark og greip níu sendingar. Green Bay byrjaði leikinn frábærlega og komst í 21-3 en Pittsburgh náði að minnka muninn i 28-25 um miðjan lokaleikhlutann. Liðið sýndi harðfylgni með að klára leikinn eftir að hafa misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var búinn að vinna tvo tila með Pittsburgh en fann sig ekki í gær. „Mér líður eins og ég hafi brugðist íbúm Pittsburgh, stuðningsmönunum, þjálfurunum og liðsfélögunum. Það er ekki góð tilfinning," sagði Roethlisberger en þrír tapaðir boltar voru liðinu dýrkeyptir enda skoraði Green Bay 21 stig í framhaldinu af þeim.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira