Matur

Gómsæt en einföld bláberjakaka

1 bréf möndlur (bestar lífrænar)

Tæpur bolli rúsínur

1-2 bollar frosin bláber



Maukið möndlur og rúsínur saman í matvinnsluvél og setjið í botn á kökudiski. Þekið botninn vel með frosnu bláberjunum.

Súkkulaðifylling

1 krukka kókosolía

Jafnmikið magn af agavesírópi eða hunangi og af kókosolíunni

Jafnmikið magn af góðu kakói.

Bræðið kókosolíuna við lágan hita, til dæmis með því að setja krukkuna ofan í heitt vatn. Blandið sírópinu og kakóinu út í og þeytið vel. (Handþeytari dugar). Hellið fyllingunni yfir berin. Þar sem þau eru frosin, storknar súkkulaðið strax og hægt er að borða kökuna fljótlega.

Hráfæðisþeytirjómi

Leggið ca einn bolla af kasjúhnetum í bleyti í tvo tíma eða svo. Setjið þær í blandara með nógu af vatni til að úr verði hæfilega þykkur rjómi.

Bætið nokkrum döðlum og kannski smávanillu út í til að fá bragð. Þetta geymist í ísskápnum í viku eða svo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×