Spáir mikið í falleg föt 3. febrúar 2011 08:00 Sigurður lumar á flottum flíkum í fataskápnum. Mynd/GVA Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira