Djokovic framlengdi 75 ára bið Breta eftir stórmótstitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2011 11:25 Murray fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn. Erlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn.
Erlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira