Djokovic framlengdi 75 ára bið Breta eftir stórmótstitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2011 11:25 Murray fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn. Erlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn.
Erlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira