Spilar inn jólin 1. nóvember 2011 00:01 Sigríður Rósa ásamt börnum sínum Heiðu Máneyju, 2 ára, og Ægi, eins árs, Einarsbörnum Hafberg. Ægir heldur á spiladósinni góðu. Sigríður Rósa Kristinsdóttir, mamma með meiru, á sérstakan jólagrip sem hún metur umfram aðra. „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er spiladós sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar ég var sextán ára. Þetta er ofboðslega falleg glerkúla með jólasveinabangsa inni í sem spilar Bjart er yfir Betlehem,“ segir Sigríður Rósa og bætir því við að henni hafi þótt mikið til þess koma að fá svona fallegan grip. „Það voru ekki til neitt rosalega miklir peningar á heimilinu þegar ég var unglingur og ég var svo upp með mér að fá svona undurfallegt jólaskraut í jólagjöf. Þetta er svo eigulegur og varanlegur gripur.“ Spiladósin var of dýrmæt til að fara með Sigríði til Þýskalands þar sem hún bjó í sex ár en jólin komu þó þar eins og heima. Henni finnst jólin í Þýskalandi ekki ólík jólunum hér en þó ber ýmislegt á milli. „Þjóðverjar skreyta ekki eins mikið og við hérna heima, mér fannst til dæmis vanta jólaljós, og þeir fara ekki í sparifötin á jólunum en að öðru leyti voru þýsku jólin svipuð þeim íslensku og pakkar opnaðir á aðfangadagskvöld,“ segir Sigríður. Nú þegar hún hefur sest að í Reykjavík á spiladósin góða sinn stað á heimilinu, ofan á kommóðu. „Já, spiladósin er einn af fáum hlutum sem eru á sama stað ár eftir ár, á sér sinn heiðurssess í samræmi við hvað hún er mér mikils virði.“ Og hún mun spila inn jólin hjá Sigríði og fjölskyldu, nú eins og undanfarin ár. - bb Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Sigríður Rósa Kristinsdóttir, mamma með meiru, á sérstakan jólagrip sem hún metur umfram aðra. „Uppáhaldsjólaskrautið mitt er spiladós sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar ég var sextán ára. Þetta er ofboðslega falleg glerkúla með jólasveinabangsa inni í sem spilar Bjart er yfir Betlehem,“ segir Sigríður Rósa og bætir því við að henni hafi þótt mikið til þess koma að fá svona fallegan grip. „Það voru ekki til neitt rosalega miklir peningar á heimilinu þegar ég var unglingur og ég var svo upp með mér að fá svona undurfallegt jólaskraut í jólagjöf. Þetta er svo eigulegur og varanlegur gripur.“ Spiladósin var of dýrmæt til að fara með Sigríði til Þýskalands þar sem hún bjó í sex ár en jólin komu þó þar eins og heima. Henni finnst jólin í Þýskalandi ekki ólík jólunum hér en þó ber ýmislegt á milli. „Þjóðverjar skreyta ekki eins mikið og við hérna heima, mér fannst til dæmis vanta jólaljós, og þeir fara ekki í sparifötin á jólunum en að öðru leyti voru þýsku jólin svipuð þeim íslensku og pakkar opnaðir á aðfangadagskvöld,“ segir Sigríður. Nú þegar hún hefur sest að í Reykjavík á spiladósin góða sinn stað á heimilinu, ofan á kommóðu. „Já, spiladósin er einn af fáum hlutum sem eru á sama stað ár eftir ár, á sér sinn heiðurssess í samræmi við hvað hún er mér mikils virði.“ Og hún mun spila inn jólin hjá Sigríði og fjölskyldu, nú eins og undanfarin ár. - bb
Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira