Undarlegt pukur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. janúar 2011 09:10 Sorpbrennslustöðin Funi á Ísafirði hefur allt frá upphafi verið umdeild. Nú virðist loks sjá fyrir endann á sorpbrennslu í stöðinni, en hún hefur verið lokuð frá því að upplýst var í síðasta mánuði að eiturefnið díoxín fyndist í mjólk frá bænum Efri-Engidal í Skutulsfirði. Mjólkurframleiðslu á bænum var hætt og heimilisfólkið á bænum hefur nú áhyggjur af heilsu sinni og ástandi jarðarinnar. "Mér hefur aldrei litist á nágrannann en þótt mig hafi grunað að einhver mengun hlyti að vera í reyknum, sem oft fyllti dalinn, grunaði mig aldrei að þetta væri svona alvarlegt," sagði Steingrímur Jónsson bóndi í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Í gær upplýsti Fréttablaðið að mæling á mengun frá Funa, sem gerð var árið 2007, hefði sýnt að eitrið díoxín hefði verið tuttugufalt meira í reyknum frá sorpbrennslunni en leyfilegt er í útblæstri frá nýjum sorpbrennslum. Íbúum í nágrenni sorpbrennslunnar virðast ekki hafa verið kynntar þessar niðurstöður, að minnsta kosti finnast ekki gögn um slíkt og nágrannarnir kannast ekki við að þessari vitneskju hafi verið komið á framfæri við þá. Það er ekki fyrr en Mjólkursamsalan lætur gera mælingar, vegna fyrirspurna frá íbúum, sem hið sanna kemur í ljós. Í blaðinu í dag kemur fram að Umhverfisstofnun, sem lét gera mælinguna, hafi látið umhverfisráðuneytið vita af henni. Ekkert virðist þá hafa gerzt í málum Funa, enda segir forstjóri Umhverfisstofnunar að hendur hennar hafi verið bundnar vegna undanþágu sem Ísland fékk frá reglum Evrópusambandsins um sorpbrennslur, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Ekki var því hægt að svipta brennsluna starfsleyfi. Þarna kann að hafa verið farið að lögum og reglum, en sú spurning vaknar að sjálfsögðu hvers vegna almenningi var ekki sagt frá niðurstöðum mælinganna. Hætt er við að þá hefði umræðan um sorpbrennsluna þróazt á annan veg. Árum saman hafði íbúum á Ísafirði og í nágrenninu verið sagt að frá Funa kæmi eingöngu hvimleið sjónmengun, sem væri að öðru leyti skaðlaus. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur nú kallað eftir upplýsingum um málið og þingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir hefur farið fram á fund í umhverfisnefnd Alþingis vegna þess. Í ljósi þess sem fram hefur komið hlýtur að þurfa að svara mörgum spurningum. Hverjum bar að upplýsa íbúana um mengunarmælingarnar? Áttu þeir ekki rétt á að fá að vita af þeim? Hvaða ábyrgð báru sveitarfélagið og opinberar eftirlitsstofnanir í málinu? Hvers vegna þótti ástæða til að sækja um undanþágu frá alþjóðlegum reglum, sem settar eru til að vernda umhverfið og heilsu almennings? Voru hagsmunir sveitarfélaga af því að geta haldið áfram sorpbrennslu ríkari en hagsmunir íbúanna af því að búa við hreint og ómengað umhverfi? Hvernig stóð á þessu undarlega pukri með upplýsingar um hversu skaðleg mengunin frá Funa var í raun? Ísfirðingar og margir fleiri hljóta að bíða í eftirvæntingu eftir svörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sorpbrennslustöðin Funi á Ísafirði hefur allt frá upphafi verið umdeild. Nú virðist loks sjá fyrir endann á sorpbrennslu í stöðinni, en hún hefur verið lokuð frá því að upplýst var í síðasta mánuði að eiturefnið díoxín fyndist í mjólk frá bænum Efri-Engidal í Skutulsfirði. Mjólkurframleiðslu á bænum var hætt og heimilisfólkið á bænum hefur nú áhyggjur af heilsu sinni og ástandi jarðarinnar. "Mér hefur aldrei litist á nágrannann en þótt mig hafi grunað að einhver mengun hlyti að vera í reyknum, sem oft fyllti dalinn, grunaði mig aldrei að þetta væri svona alvarlegt," sagði Steingrímur Jónsson bóndi í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Í gær upplýsti Fréttablaðið að mæling á mengun frá Funa, sem gerð var árið 2007, hefði sýnt að eitrið díoxín hefði verið tuttugufalt meira í reyknum frá sorpbrennslunni en leyfilegt er í útblæstri frá nýjum sorpbrennslum. Íbúum í nágrenni sorpbrennslunnar virðast ekki hafa verið kynntar þessar niðurstöður, að minnsta kosti finnast ekki gögn um slíkt og nágrannarnir kannast ekki við að þessari vitneskju hafi verið komið á framfæri við þá. Það er ekki fyrr en Mjólkursamsalan lætur gera mælingar, vegna fyrirspurna frá íbúum, sem hið sanna kemur í ljós. Í blaðinu í dag kemur fram að Umhverfisstofnun, sem lét gera mælinguna, hafi látið umhverfisráðuneytið vita af henni. Ekkert virðist þá hafa gerzt í málum Funa, enda segir forstjóri Umhverfisstofnunar að hendur hennar hafi verið bundnar vegna undanþágu sem Ísland fékk frá reglum Evrópusambandsins um sorpbrennslur, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Ekki var því hægt að svipta brennsluna starfsleyfi. Þarna kann að hafa verið farið að lögum og reglum, en sú spurning vaknar að sjálfsögðu hvers vegna almenningi var ekki sagt frá niðurstöðum mælinganna. Hætt er við að þá hefði umræðan um sorpbrennsluna þróazt á annan veg. Árum saman hafði íbúum á Ísafirði og í nágrenninu verið sagt að frá Funa kæmi eingöngu hvimleið sjónmengun, sem væri að öðru leyti skaðlaus. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur nú kallað eftir upplýsingum um málið og þingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir hefur farið fram á fund í umhverfisnefnd Alþingis vegna þess. Í ljósi þess sem fram hefur komið hlýtur að þurfa að svara mörgum spurningum. Hverjum bar að upplýsa íbúana um mengunarmælingarnar? Áttu þeir ekki rétt á að fá að vita af þeim? Hvaða ábyrgð báru sveitarfélagið og opinberar eftirlitsstofnanir í málinu? Hvers vegna þótti ástæða til að sækja um undanþágu frá alþjóðlegum reglum, sem settar eru til að vernda umhverfið og heilsu almennings? Voru hagsmunir sveitarfélaga af því að geta haldið áfram sorpbrennslu ríkari en hagsmunir íbúanna af því að búa við hreint og ómengað umhverfi? Hvernig stóð á þessu undarlega pukri með upplýsingar um hversu skaðleg mengunin frá Funa var í raun? Ísfirðingar og margir fleiri hljóta að bíða í eftirvæntingu eftir svörum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun