Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári 9. desember 2011 14:30 Romain Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári. MYND: LAT PHOTOGRAPHIC/ANDREW FERRARO Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira