Þarf að herða lyfjaeftirlit hjá spretthlaupurum frá Jamaíku? 23. nóvember 2011 13:00 Steve Mullings hefur tvívegis fallið á lyfjaprófi og gæti farið í lífstíðarbann. Getty Images / Nordic Photos Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, þarf að herða eftirlitið með frjálsíþróttafólki á Jamaíku að mati Inggard Lerheim sem starfar við slíkt eftirlit í Noregi. Á síðustu fjórum árum hafa þrír íþróttamenn frá Jamaíku fallið á lyfjaprófi og telur Lerheim að það sé ástæða til þess að skoða málið nánar. Margir af bestu spretthlaupurum heims koma frá Jamaíku og þar fer sjálfur Usain Bolt fremstur í flokki en hann á heimsmetin í 100 og 200 m. hlaupunum. Steve Mullings var nýverið úrskurðaður í ævilangt keppnisbann þar sem hann féll á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. „WADA þarf að fylgjast betur með afreksíþróttafólkinu á Jamaíku. Það hefur gerst hjá þeim ætti að hringja viðvörunarbjöllum," sergir Lerheim. Ef árangur Mullings er skoðaður nánar kemur í ljós að hann hefur bætt sig gríðarlega á undanförnum árum. Á einu ári bætti hann sig um 2/10 úr sekúndu í 100 metra hlaupi en besti árangur hans er 9,80 sek. Í ágúst árið 2010 var besti árangur hans 10,03 sek. Hann hljóp á 9,80 í júní á þessu ári sem var á þeim tíma besti tími ársins. Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn á fjórum árum þar sem spretthlaupari frá Jamaíku fellur á lyfjaprófi. Julien Dunkley var hent út úr landsliði Jamaíku árið 2008 en hann reyndist hafa notað stera til þess að bæta árangur sinn. Ári síðar voru fimm aðilar sem voru grunaðir um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Fjórir fengu þriggja mánaða bann í kjölfarið og var Yohan Blake einn þeirra. Hann sigraði í 100 metra hlaupinu á síðasta heimsmeistaramóti. Og nú síðast féll Mullings í annað sinn á ferlinum á lyfjaprófi. Erlendar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, þarf að herða eftirlitið með frjálsíþróttafólki á Jamaíku að mati Inggard Lerheim sem starfar við slíkt eftirlit í Noregi. Á síðustu fjórum árum hafa þrír íþróttamenn frá Jamaíku fallið á lyfjaprófi og telur Lerheim að það sé ástæða til þess að skoða málið nánar. Margir af bestu spretthlaupurum heims koma frá Jamaíku og þar fer sjálfur Usain Bolt fremstur í flokki en hann á heimsmetin í 100 og 200 m. hlaupunum. Steve Mullings var nýverið úrskurðaður í ævilangt keppnisbann þar sem hann féll á lyfjaprófi í annað sinn á ferlinum. „WADA þarf að fylgjast betur með afreksíþróttafólkinu á Jamaíku. Það hefur gerst hjá þeim ætti að hringja viðvörunarbjöllum," sergir Lerheim. Ef árangur Mullings er skoðaður nánar kemur í ljós að hann hefur bætt sig gríðarlega á undanförnum árum. Á einu ári bætti hann sig um 2/10 úr sekúndu í 100 metra hlaupi en besti árangur hans er 9,80 sek. Í ágúst árið 2010 var besti árangur hans 10,03 sek. Hann hljóp á 9,80 í júní á þessu ári sem var á þeim tíma besti tími ársins. Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn á fjórum árum þar sem spretthlaupari frá Jamaíku fellur á lyfjaprófi. Julien Dunkley var hent út úr landsliði Jamaíku árið 2008 en hann reyndist hafa notað stera til þess að bæta árangur sinn. Ári síðar voru fimm aðilar sem voru grunaðir um að vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Fjórir fengu þriggja mánaða bann í kjölfarið og var Yohan Blake einn þeirra. Hann sigraði í 100 metra hlaupinu á síðasta heimsmeistaramóti. Og nú síðast féll Mullings í annað sinn á ferlinum á lyfjaprófi.
Erlendar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira