Sex meistarar keppa saman í fyrsta skipti í sögu Formúlu 1 29. nóvember 2011 18:15 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1 í forystuhlutverki í mótinu í Brasilíu á sunnudaginn. AP MYND: Victor R. Caivano Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007. Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari. Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004. Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009. Formúla Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007. Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari. Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004. Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009.
Formúla Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira