Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2011 11:09 Mynd af www.svfr.is Frá því að SVFR kom að leigutöku á urriðasvæðunum í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit hefur hlutfall slepptra silunga margfaldast, en 58% af urriðanum í sumar var sleppt. Þetta kemur fram í skýrslu árnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem birt verður í heild sinni fyrir aðalfund SVFR í lok mánaðarins. Af 3,220 urriða veiði í Mývatnsveitinni í sumar var 1,861 þeirra sleppt aftur lifandi í Laxá. Í Laxárdal var veiðin 828 urriðar og var 484 þeirra sleppt aftur eftir viðureign. Þessi þróun hefur verið nokkuð brött undanfarin ár, en hvort það er vegna þessa eður ei, þá hefur meðalþungi silungsins í Laxá farið vaxandi. Ef veiðin 2011 er borin saman við veiðina í Laxá undanfarin 24 ár er hún um 90% af meðalveiði þessara ára (4543 fiskar). Það má því segja að Laxáin eigi enn eftir að sýna sínar bestu hliðar fyrir félagsmenn SVFR. En það má einnig orða þetta þannig að 2011 er besta veiðiárið frá því að SVFR tók ána á leigu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Frá því að SVFR kom að leigutöku á urriðasvæðunum í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit hefur hlutfall slepptra silunga margfaldast, en 58% af urriðanum í sumar var sleppt. Þetta kemur fram í skýrslu árnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem birt verður í heild sinni fyrir aðalfund SVFR í lok mánaðarins. Af 3,220 urriða veiði í Mývatnsveitinni í sumar var 1,861 þeirra sleppt aftur lifandi í Laxá. Í Laxárdal var veiðin 828 urriðar og var 484 þeirra sleppt aftur eftir viðureign. Þessi þróun hefur verið nokkuð brött undanfarin ár, en hvort það er vegna þessa eður ei, þá hefur meðalþungi silungsins í Laxá farið vaxandi. Ef veiðin 2011 er borin saman við veiðina í Laxá undanfarin 24 ár er hún um 90% af meðalveiði þessara ára (4543 fiskar). Það má því segja að Laxáin eigi enn eftir að sýna sínar bestu hliðar fyrir félagsmenn SVFR. En það má einnig orða þetta þannig að 2011 er besta veiðiárið frá því að SVFR tók ána á leigu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði