Vettel: Mjög ánægður með að ná besta tíma 12. nóvember 2011 21:16 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Abú Dabí í dag. AP MYND: Hassan Ammar Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira