Fótbolti

Birkir Már og félagar töpuðu í bikarúrslitum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Már nældi sér í gult spjald í leiknum.
Birkir Már nældi sér í gult spjald í leiknum. Nordic Photos / Getty
Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Brann sem tapaði 2-1 gegn Álasund í úrslitaleik norska bikarsins í dag. Bjarni Ólafur Eiríksson var ekki í leikmannahópi Brann.

Leikurinn, sem fór fram á Ullevaal leikvanginum, fór fjörlega af stað en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Gorud, miðvörður Brann, skoraði sjálfsmark á 19. mínútu en kollegi hans í vörninni, Zsolt Korcsmár, jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar.

Michael Barrantes skoraði sigurmarkið fyrir Álasund á 38. mínútu og tryggði liðinu sinn annan bikarmeistaratitil á þremur árum. Þjálfari liðsins er Kjetil Rekdal, margreyndur landsliðsmaður Noregs.

Að sögn norskra fjölmiðla var Álasund töluvert betri aðilinn í leiknum og nær því að bæta við mörkum en Brann að jafna metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×