Nei, ha, hvað var ég að gera? 20. október 2011 11:18 Athyglisbrestur er að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kortinu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu. Athyglisbrestur er endurtekning hversdagsins, óður til gullfiska. Mánudagur: Hvar eru lyklarnir mínir og vettlingarnir? Þriðjudagur: Hvar eru lyklarnir og vettlingarnir? Miðvikudagur: Obbobbb, nú vantar ekki bara lyklana heldur gleymdist gemsinn á eldhúsborðinu. Fimmtudagur: Ach so, það var þetta með þessa bannsettans lykla? ? Athyglisbrestur er ekki einungis fyrir ráðvillta karlmenn og orkumikla stráka í yfirfullum bekk. Athyglisbrestur er að gleyma að dekkið á hjólinu er sprungið, gleyma þvotti í þvottavélinni, gleyma að hlaða símann, gleyma að hringja til baka, setjast ofan á gleraugun, eyða ítrekað formúu í illa sniðna sundboli til útleigu á sundstöðum eftir að sundfötin gleymdust heima. Athyglisbrestur er að skreyta líkamann skipulega með marblettum . Rekast utan í alla hurðarkarma í augsýn, horn á borðum og skápum. Athyglisbrestur er tilraun í veirufræði: Að gleyma nesti í vösum og skúffum og finna fenginn þegar hann er tekinn að skríða sjálfur fram í dagsljósið. Að vera alltaf jafnbjartsýn þegar banana er stungið ofan í tösku en finna hann síðar sprunginn í frumeindir, horfa hugsandi á bananaslímið yfir öllu og hugsa: Ah, já, alveg rétt. Athyglisbrestur býður upp á alls kyns undarlegheit. Að setjast ofan á tyggjó og skutla uppáhaldsbuxunum í frysti í mötuneyti til að ná slummunni úr - en gleyma buxunum og ranka ekki við sér fyrr en tveimur vikum síðar. Ó, var frystirinn risavaxin kjötgeymsla og er tyggjóið núna dottið úr en buxurnar ónýtar vegna viðurstyggilegs óþefs af frystu kjötblóði? Athyglisbrestur er helsi en líka hamingja. Honum fylgir oft eiginleiki til að ná ofureinbeitingu í tengslum við ákveðna hluti. Athyglisbrestur er að segja hinu ómögulega stríð á hendur. Að hringja í flugfélag til að afpanta flug sem þegar er farið. Að horfa stolt á köku bakast inni í ofni og finna síðan helminginn af þurrefnunum enn á eldhúsbekknum. Athyglisbrestur er að sulla olíu á gólfið, stíga ofan í hana án þess að taka eftir því og spora eldhúsgólfið út. Vera lengi að þrífa. Fara óvart í sömu sokkabuxurnar daginn eftir - og spora í þetta sinn út alla íbúðina. Athyglisbrestur er ? oft ansi hressandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Athyglisbrestur er að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kortinu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu. Athyglisbrestur er endurtekning hversdagsins, óður til gullfiska. Mánudagur: Hvar eru lyklarnir mínir og vettlingarnir? Þriðjudagur: Hvar eru lyklarnir og vettlingarnir? Miðvikudagur: Obbobbb, nú vantar ekki bara lyklana heldur gleymdist gemsinn á eldhúsborðinu. Fimmtudagur: Ach so, það var þetta með þessa bannsettans lykla? ? Athyglisbrestur er ekki einungis fyrir ráðvillta karlmenn og orkumikla stráka í yfirfullum bekk. Athyglisbrestur er að gleyma að dekkið á hjólinu er sprungið, gleyma þvotti í þvottavélinni, gleyma að hlaða símann, gleyma að hringja til baka, setjast ofan á gleraugun, eyða ítrekað formúu í illa sniðna sundboli til útleigu á sundstöðum eftir að sundfötin gleymdust heima. Athyglisbrestur er að skreyta líkamann skipulega með marblettum . Rekast utan í alla hurðarkarma í augsýn, horn á borðum og skápum. Athyglisbrestur er tilraun í veirufræði: Að gleyma nesti í vösum og skúffum og finna fenginn þegar hann er tekinn að skríða sjálfur fram í dagsljósið. Að vera alltaf jafnbjartsýn þegar banana er stungið ofan í tösku en finna hann síðar sprunginn í frumeindir, horfa hugsandi á bananaslímið yfir öllu og hugsa: Ah, já, alveg rétt. Athyglisbrestur býður upp á alls kyns undarlegheit. Að setjast ofan á tyggjó og skutla uppáhaldsbuxunum í frysti í mötuneyti til að ná slummunni úr - en gleyma buxunum og ranka ekki við sér fyrr en tveimur vikum síðar. Ó, var frystirinn risavaxin kjötgeymsla og er tyggjóið núna dottið úr en buxurnar ónýtar vegna viðurstyggilegs óþefs af frystu kjötblóði? Athyglisbrestur er helsi en líka hamingja. Honum fylgir oft eiginleiki til að ná ofureinbeitingu í tengslum við ákveðna hluti. Athyglisbrestur er að segja hinu ómögulega stríð á hendur. Að hringja í flugfélag til að afpanta flug sem þegar er farið. Að horfa stolt á köku bakast inni í ofni og finna síðan helminginn af þurrefnunum enn á eldhúsbekknum. Athyglisbrestur er að sulla olíu á gólfið, stíga ofan í hana án þess að taka eftir því og spora eldhúsgólfið út. Vera lengi að þrífa. Fara óvart í sömu sokkabuxurnar daginn eftir - og spora í þetta sinn út alla íbúðina. Athyglisbrestur er ? oft ansi hressandi!
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun